Frumflugið var þreytt snemma í morgun, eftir ítarlegan undirbúning síðustu vikna(og ára). Eftir gangsetningu á hreyflunum fjórum var ekið sem leið lá í brautarstöðu, flapar stilltir á flugtaksstillingu og bensíngjöfin sett rólega í botn. Fjarkinn æddi af stað niður eftir flugbrautinni og hóf sig svo tignarlega til flugs. Eftir klifur í hæð þá kom í ljós að sex klikk þurfti á hæðarstýristrimmið og tvö á hallastýristrimmið og þá flaug Fjarkinn eins og engill um loftin blá. Ekki slæmur árangur þar sem módelið er hannað frá grunni.
Flug tvö og þrjú gengu snurðulaust fyrir sig og eftir smá takkaleikfimi tókst að fá öll hjólin þrjú til að fara upp á sama tíma og tók hún sig mjög vel út í loftinu. Fljótlega eftir flugtak í fjórða fluginu nefnir Steve það að hann sé farinn að þurfa að halda inn talsverðu hallastýri svo skellt var í framhjáflug og kom þá í ljós að hægri flapinn hafði losnað upp og hékk niður hallastýrismegin á vængnum. Þá var ekki annað að gera en að stytta flugið og koma inn til lendingar án flapa. Það gekk líka svona ljómandi vel og voru þessi fjögur flug látin duga á Fjarkanum að sinni.
Aðrir viðstaddir flugmódelmenn léttu sitt að sjálfsögðu ekki eftir liggja og flugu út í eitt fram eftir degi. Vöfflukaffið var svo að sjálfsögðu á sínum stað hjá Flugvélapabba og tóku menn hraustlega til við snæðingin og kaffidrykkjuna. Minni háttar óhapp varð þegar flugmódel eitt missti vænginn á flugi en eitthvað skorti upp á vængbolta öðru megin í því, smá viðgerðir og það verður eins og nýtt.
Fleiri ljósmyndir og vídeó koma svo fljótlega.
Birgir innilega til hamingju með frumflugið, glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað!
Stærri útgáfa af myndinni.





















Samflug á full skala Super Cub og vængstýfðum Cub í hálfum skala (1:2).



Ein myndavélin mín stakk af í Fjarkafluginu, Jón Gunnar, Gummi og Árni fá þakkir fyrir aðstoðina við leitina og Jón Gunnar fær sérstakar þakkir fyrir að finna vélina.




Það var nóg um að vera á stórskalaflugkomunni eins og sjá mátti í 2016 annálnum og auðvitað þurfti að klippa efnið til svo það passaði þar inn.
Hér er því komið vídeóið frá stórskalaflugkomunni í allri sinni dýrð!
Hins vegar er dýrðin svo mikil að til þess að hún njóti sín til fulls þá er hér nokkur af stærri atriðunum í öllum sínu veldi.
* Óklippt er auðvitað ekki réttnefni, directors edition er kannski réttara.