Úr flugvélasmíði yfir í bátaviðhald

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Úr flugvélasmíði yfir í bátaviðhald

Póstur eftir Patróni »

Fékk þennan bát í hendurnar í dag sem Guðmundur bróðir minn átti og er bróðir minn nú að gefa sjö ára syni mínum í afmælisgjöf sem einnig heitir Guðmundur.Þótti bróður mínum við hæfi að gefa syni mínum bátinn í afmælisgjöf nú því að afi okkar(Sem hét Guðmundur líka) hafði smíðað þennan bát fyrir rétt tæpum 50 árum síðan og er hann nákvæm eftirmynd af bát sem hann smíðaði í fullri stærð áður.
Bróðir minn setti þau skilyrði við mig að ditta að honum og mála og gera fínan svo líftíma bátsins mæti lengja svo nú í kvöld var hafist handa við að pússa og skrapa lausa málningu og huga að sprungum.

Mynd Mynd Mynd
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Svara