Keppni á milli flugmódelklúbba

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
maggikri
Póstar: 6045
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir maggikri »

Góðan dag

Ég var að tala við Þorstein Hraundal, formann Þyts í dag þar sem við vorum að vinna saman á Keflavíkurflugvelli. Þorsteinn kom með þá hugmynd enda mikill keppnismaður, að bera það upp hérna á fréttavefnum að halda slíkt mót. Þar kæmi lið frá hverju félagi fyrir sig. Þetta gæti verið t.d lendingarkeppni, pylon race eða raun hvað sem er.

kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir Gaui »

Ég get talað fyrir okkur norðanmenn, enda formaður, að það er örugglega vilji fyrir slíkri keppni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir Offi »

Mér líst vel á þetta. Það mætti kannski gera meira úr þessu en "hardcore" sveitakeppni... t.d. almennt flug og leik að auki. Svo sæi ég fyrir mér að formenn klúbbanna grilluðu ofan í mannskapinn þegar líða fer á daginn. :D Mótshaldinu mætti svo rótera á milli klúbbanna. Menn hljóta að hafa alls konar hugmyndir um þetta, ekki satt? Dragið þær fram í dagsljósið!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir Sverrir »

Höldum endilega áfram að spá í þessari skemmtilegu hugmynd.

Eru menn með hugmyndir að keppnisgreinum, liðaskipan etc.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir Gaui »

Mér dettur í hug að einn þáttur þessarar keppni verði á flugdeginum á Melunum. Þá gæti verið þrjár keppnir yfir daginnn: byrjendur, lengra komnir, listflug. Einn keppandi (eða tveir) frá hverju félagi. Hver keppni tæki hálftíma til 3 korter og niðurstaða og verðlaun í grillinu.

Hvernig hljómar þetta?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir einarak »

þegar talað er um keppni í modelflugi, hvað er þá verið að tala um? listflug, lendingakeppni (brotlendingakeppni)? hraðflug? hvolfflug? háflug? lágflug? langflug? þrautaflug? blindflug?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Lendingakeppni að hætti Böðvars geta allir tekið þátt í. Hægt væri að hafa tvo riðla, léttan og minna léttan.
Smástundarmenn eru duglegir að búa til þrautaleiki.
Mér hefur þó aldrei tekist að komast þegar þeir eru, mér til sárra gremju.

Um árlega baunaflugsmótið þeirra af gamla Smástundarvefnum:
..."Það fer þannig fram að plastmál er sett ofan á flugvélina, í málið eru settar nokkrar baunir. Tekið er á loft, tekin tvö lúpp og lent. Sá sem lendir með flestar baunir enn í plastmálinu vinnur."

Listflug getur verið af ýmsum erfiðleikagráðum og tegundum. "Klassískt" listflug er í mínum huga göfug íþróttagrein sem allir módelflugmenn ættu að kynna sér og æfa, að minnsta kosti grunnatriðin og einföldustu atriðin. Ég bögglast stundum við að reyna að gera lúpur, kúbanskar áttur, hamarshausa, humpty-bump, Immelmann,,, og hvað það nú allt heitir.
Það er hægt að framkvæma allflest einföldustu atriðin í þessu á sæmilega trimmuðum treiner.
Rosalega hollt að kynna sér einfaldari æfingarnar og nota til að gera allar flugæfingar markvissari og ánægjulegri.
Einhvern tíma vorum við með umræðu í gangi um þetta með ábendingum um efni en ég nenni ekki að finna það núna. Mikið lesefni á netinu um svona.

Hugmynd: Setja saman mjög einfalda röð af léttustu æfingunum,svona 6-7 stk, auglýsa hana og kynna og hafa svo mót í því bæði á Melaflugkomunni, Þytsdeginum og kannski víðar. Þá gætu menn notað tímann frá vori til að æfa þetta og svo fengju amk allir verðlaun sem reyna við rútínuna og þeir sem að mati fróðra manna klára öll atriðin óháð fegurð fengju aukaverðlaun.
Með því mundu vonandi einhverjir komast á bragðið og að væri einstaklega gaman ef sem flestir fengju áhuga á þessu og listflugsæfingar og mót endurvekjast.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir Haraldur »

Mér finnst að þetta eigi að vera opin keppni fyrir alla.
Ef það eru margir sem vilja taka þátt þá þarf bara að sníða keppnina þannig að hún taki ekki allann daginn.
Þetta þarf að vera keppni sem er bæði krefjandi og skemmtileg þannig að sem flestir vilji taka þátt.
Ef þetta verður F3A með einhverskonar pattern prógrammi þá held ég að fáir vilji taka þátt.
Ég held að við hérna á íslandi séum ekki tilbúin í slíka keppni.
Það er til fullt að hugmyndum að fyrirkomulagi að skemmtilegum mótum sem hægt er að finna á netinu.

Ef þetta verður lokuð keppni fyrir aðeins 1 til 2 úr hverju félagi þá verður þetta keppni heldrimanna og alltaf þeir sömu sem keppa og mér finnst vera nóg að heldrimannaklúbbum í félaginu núna.

T.d. Afhverju voru svona margir með í Böðvarskeppninni síðast?
Jú, vegna þess að þetta var skemmtileg og einföld keppni með einföldum reglum sem allir gátu ráðið við.
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir Þórir T »

er að spá: [quote]Böðvarskeppninni[/quote]
var það keppni í hver væri mesti Böðvarinn ?? :) segi svona
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Keppni á milli flugmódelklúbba

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég er sammála Haraldi. Ég hugsaði hugmyndina sem ég kastaði fram hér að ofan sem viðbót við skemmtilega "fyrir alla"-þrautakeppni og að æfingarnar væru eins einfaldar og hægt er svo sem flestir treystu sér að prófa.
Rétt hjá Haraldi að tíminn nægir ekki á svona flugdögum í allt of margt og fyrst og fremst gaman að setja upp skemmtilegheit a-la Böðvarskeppni og baunaflug.

Mig langar samt til að reyna að fá með mér einhverja í listflugspælingar.

Eins og ég sagði áðan eru margar þessar æfingar mjög einfaldar og aðgengilegar og má framkvæma á nánast hvaða vel tirmmuðu módeli sem er.
Formlegt F3A eða IMAC osfrv er ekki raunhæft hjá okkur, ekki eins og er en...
Svona kynningar-keppni gæti stímúlerað einhverja til að halda svo áfram og tileinka sér meira og minn draumur er að það verði til hópur sem stundi þetta. Það mega gjarnan myndast fleiri "heldrimannahópar". Við erum jú með duglegan heldrimannahánghóp sem fer meiraðsegja til úttlanda og keppir,,,, af hverju ekki reyna að stímúlera fram fleiri svona.
Kannski ég útfæri þetta eitthvað nánar en nú ætla ég til Parísar í nokkra daga...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara