Síða 1 af 1

Re: Hvað á að gera þegar Júníor er veikur?

Póstað: 4. Maí. 2005 15:12:29
eftir Árni H
Í dag þurfti ég að vera heima með veikan son. Hvað átti maður að gera? Setja gólflista? Smíða handrið? Byrja á flugmódeli? Valið var auðvelt!

Fyrir valinu varð pínulítill deltavængur fyrir .25 mótor - enda er ég ekki með smíðaaðstöðu heima. Stofuborðið varð því fyrir valinu og smíðatími reiknaður þannig að ég yrði búinn að ryksuga og setja upp englabrosið þegar konan kæmi heim úr vinnunni. Teikningin kom með RCM&E í júlí 1999.

Á meðan Júníorinn óverdósaði á Nemó og félögum byrjaði ég um níuleytið.

Mynd

Um hálfellefu voru stélin komin á...

Mynd

Og um hádegið bara eftir að búa til einfaldan skrokk sem smýgur inn í glennuna fremst á vængnum.

Mynd

Nóg í dag enda á ég ekki balsaplötur í klæðninguna hérna heima. Ætli það taki ekki nokkra tíma til viðbótar að gera hana klára fyrir tækin. Það verður gaman að sjá hvort þetta fyrirbrigði flýgur...

Kveðjur,

Árni Hrólfur
Akureyri

Re: Hvað á að gera þegar Júníor er veikur?

Póstað: 4. Maí. 2005 15:42:17
eftir Sverrir
Stórglæsilegt... nú vantar mig bara júníor til að geta leikið þetta eftir :D

Re: Hvað á að gera þegar Júníor er veikur?

Póstað: 4. Maí. 2005 17:29:00
eftir Árni H
Ja, Júníorinn flýtir nú ekki alltaf fyrir! Það má geta þess að töluverður tími af smíðatíma morgunsins fór í að berjast við stíflaða límtúbu. Annars segir í greininni sem fylgir teikningunni að þetta sé vél sem maður á að geta gert klára á nokkrum kvöldstundum. Ég held að það sé ekki fjarri lagi.

Annars heitir vélin Mini Whizz og lítur t.d. svona út:
Mynd

Re: Hvað á að gera þegar Júníor er veikur?

Póstað: 3. Júl. 2005 04:21:55
eftir Sverrir
Er eitthvað að frétta af vélinni?

Re: Hvað á að gera þegar Júníor er veikur?

Póstað: 3. Júl. 2005 18:56:49
eftir Árni H
Jú, hún nuddast löturhægt áfram eins og annað sem ég smíða :rolleyes: Raunar er ekki mikið eftir - hún flýgur vonandi á flugkomunni okkar :)

Re: Hvað á að gera þegar Júníor er veikur?

Póstað: 3. Júl. 2005 20:32:41
eftir Sverrir
Glæsilegt, verður gaman að sjá hana :)