Cessna 177 Cardinal ARF

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3812
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Gaui »

Ég fékk mér um daginn Cessnu 177 Cardinal Arfa frá ARC. Þær líta venjulega svona út ef maður fer nákvæmlega eftir leiðbeiningunum:

Mynd

En ég, sem sannur Íslendingu, er ekki mikið fyrir það að fara eftir leiðbeiningum. Þes vegna fékk ég mér miklu stærri mótor til að byrja með. Leiðbeiningarnar segja hámark .60 tvígengismótor, en ég átti flottan útboraðan J'EN .91 mótor frá Just Engines sem ég bara varð að nota.

Mynd

Svo var ég ekki sáttur við litinn, hvít með bláum límmiðum. Þetta er Arfi og allar svona vélar eru svona á litinn með svona númerum -- BOOOOOORING !

Ég sótti smávegis gamla málningu sem ég átti, fíraði undir loftpressunni og sprautaði Cessnuna í nýjum litum:

Mynd

Er ég ekki sætur þarna með þýska kamóflas Cessnu 177 Cardinal ARP (Almost Ready to Paint)?

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3812
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Gaui »

Bæ ðö vei, Cessnan flýgur eins og engill, dálítið hratt á köflum en alveg frábærlega. Nú þarf ég bara að æfa lendingarnar betur, því hjólastellið brotnar undan í harkalegum lendingum ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Björn G Leifsson »

He-he... ég var einmitt að brjóta hægri legginn á okkar. Var að æfa mig fyrir komandi lendingarkeppni og lenti aðeins of harkalega á malbiksbrúninni. Þarf að spyrja Þröstinn hvort hann eigi varaleggi. Annars panta smá lager handa mér og fleirum :)

Til hamingu annars. Þetta er draumavél.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11631
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Sverrir »

Stórglæsileg vél, leiðinlegt að hafa misst af vígslufluginu.

Annars er verst að það eru fleiri sem kunna ekki að fara eftir leiðbeiningunum ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5954
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir maggikri »

Björn Hvaða mótor ertu með í þinni.
kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3812
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Gaui »

Björn. Þröstur á ekki varaleggi akkúrat nuna, en lofaði að panta slíka með fyrstu skipum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=maggikri]Björn Hvaða mótor ertu með í þinni.
kv
MK[/quote]
Var með YS.63S fjórgengis í henni sem var alger draumur. Flott hljóð og mikið tog.
Hann bilaði því að ég var með of þröngt gat utanum nálarskaftið svo það brotnaði af hreyfingunni á mótornum. (Varahlutur er nú kominn frá Central hobbies)
Þá henti ég OS .61 tvígengis í hana og hann er ekki síður fínn en einhvern veginn ekki eins töff og fjórgengisvélin. Ágætur kraftur með 12x7 spaða. Hef ekki prófað aðra.
Setti um daginn annað servó í vænginn þannig að nú get ég sett niður "flapperóna". Bara búinn að prófa þá lítillega þannig að ég átta mig ekki á hvað það þýðir ennþá eða hversu mikil útslög þarf.
Kalli flugvirki var búinn að prófa þetta og fann að með nægilegu útslagi þá missti hann hallastýrisáhrif svo hann klauf börðin í sinni vél um miðbikið og setti aukahallastýrisservó á ytri hlutana og lét innri virka sem hreina flappsa.
Líklega kaupi ég nýja svona vél bráðlega. Það er ýmislegt búið að ganga á með þetta eintak og er hún farin að þyngjast af öllu límbandinu.
Ég held þessi tegund verði fastur heimilisfugl hjá okkur. Svo ánægjuleg er hún.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5954
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir maggikri »

Hún er meiriháttar falleg þessi týpa af flugvél og kemur á óvart. Ég sá svona vél hjá Guðna(Þytsmanni) hún var með OS 91 fjórgengismótor og flaug skuggalega vel. Hún má alveg við kraftmiklum mótorum er það ekki?

kv
MK
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Agust »

[quote=Björn G Leifsson]Kalli flugvirki var búinn að prófa þetta og fann að með nægilegu útslagi þá missti hann hallastýrisáhrif svo hann klauf börðin í sinni vél um miðbikið og setti aukahallastýrisservó á ytri hlutana og lét innri virka sem hreina flappsa.
.[/quote]
Þannig fær maður eiginlega flapsa með þeim eiginleikum sem maður sækist ekki. Einn af stóru kostunum við flapsa er "washout". Áfallshornið er þá meira nær vængrótinni (skrokknum) og þar ofrís vængurinn fyrst. Vélin missir þá miklu síður flugið við ofris. Ég hef aldrei verið hrifinn af því að nota hallastýri sem nær eftir endilangri afturbrún vængsins sem flapsa.

Skömmu eftir hádegi í gær flaug ég UltraStick 25e rafmagnsvélinni (32 mótor) í strekkingsvindi á Hamranesflugvelli. Vindhraðinn var 7-10m/s skv. vindmælunum í Garðabæ og Reykjanesbraut. Þá var gaman að nota flapsana og hengja flugvélina aðeins upp þannig að hún var beinlínis kyrr í loftinu. Einstaklega skemmtilegt módel. Flapsarnir alveg ómissandi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þú átt við ...sækist eftir... er það ekki. Einmitt það sem Kalli gerði, að skipta hallastýrinu og nota innri hlutann sem eiginlega flapsa. Veit ekki hvort ég nenni því með næstu svona vél. Hún flýgur fínt án flapsa. Mig langaði bara að prófa flaperónana.
Þessar vélar eru einmitt fínar í svolitlum vindi, þá nær maður grundar-hraðanum vel niður í lendingum.
Ready-2 er ekki síðri vél og vert að minnast á hér. Er eiginlega litla systir þessarar og með mjög áþekka eiginleika.

OS .61 finnst mér alveg nógur mótor en get vel trúað að gaman sé að sterkari.
YS .63 passar vel í hana og er mjög kraftmikill miðað við rúmtak því hann er með forþjöppun. Sennilega á við .91 4-gengis amk. Held það hljóti að vera nokkuð erfitt að troða venjulegum .91 4-gengis í hana. Veit ekki hvernig Guðna gekk það en mig minnir það hafi verið Thunder Tiger sem hann setti í sína.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara