
En ég, sem sannur Íslendingu, er ekki mikið fyrir það að fara eftir leiðbeiningum. Þes vegna fékk ég mér miklu stærri mótor til að byrja með. Leiðbeiningarnar segja hámark .60 tvígengismótor, en ég átti flottan útboraðan J'EN .91 mótor frá Just Engines sem ég bara varð að nota.

Svo var ég ekki sáttur við litinn, hvít með bláum límmiðum. Þetta er Arfi og allar svona vélar eru svona á litinn með svona númerum -- BOOOOOORING !
Ég sótti smávegis gamla málningu sem ég átti, fíraði undir loftpressunni og sprautaði Cessnuna í nýjum litum:

Er ég ekki sætur þarna með þýska kamóflas Cessnu 177 Cardinal ARP (Almost Ready to Paint)?
