Grunnur fyrir Kolfíber?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Haraldur »

Veit einhver hvaða grunn á að nota á kolfiber þegar líma þarf servó eða trébút beint á hann
með epoxí?
Vantar nafn og gerð grunns.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Gaui »

Það þarf svosem ekki að grunna kolfíberinn. Þú skalt bara þvo hann með leysiefni (aseton, spritt) og svo rífa hann með sandpappír (150-200). Þá hefur þú gott yfirborð sem epoxýið getur bitið sig í. Ef þú hefur aðgang að Hysol, þá er það jafnvel enn betra.

BTW, ég myndi aldrei líma servó niður þannig að ég geti ekki takið það af aftur og skipt með litlum tilkostnaði.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Haraldur »

Tréplata verður fest á kolfíberið og síðan servóið á hana.
Mælt er með í leiðbeiningum að setja krumpuslöngu utan um servóið sem límist á tréplötuna eða beint á kolfíberið. Þannig verður hægt að skipta um servó.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Gaui »

Kjei, það gæti virkað.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Skv minni reynslu þá bítur bæði epoxí og sýrulím alveg svakalega í þær kolfíber-rör og stangir sem við höfum verið að nota. Hvort sem þær hafa verið nuddaðar með sandpappír eða ekki. Kannski annað með plötur oþh með gljáandi yfirborði en er þá ekki bara að nudda með meðalfínum sandpappír??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Haraldur »

Ég Googlaði þetta aðeins á veraldarvefnum og fann að innanborð flugvéla úr kolfíber getur verið þakið vaxi sem kemur úr mótinu, sem veldur því að epoxí binds ekki við það.
Því þarf að pússa yfirborðið svo að trefjarnar losni aðeins og epoxíið hafi eitthvað að bindast við og svo það allra mikilvægast að þvo allt vax og önnur óhreinindi af yfirborðinu.

Einnig má geta þess að varað er við að nota Epoxí með þornunartíma minna en 30mín.


Frá Google Groups:
I test "fiberglas(s)" reinforced "composites" for a living (and many other
types of "composite materials"), but fiberglass reinforced composites are my
specialty, since I work for a company which manufactures fiberglass
reinforcement.

The fiberglass reinforcement is not what you need to be concerned with, but
rather the type of resin, ie: epoxy or polyester resin. The best obtainable
"bond" (tensile/compressive/shear) will often be obtained between like to
like resins, but in the case of an existing (possibly unknown) cured resin,
the best obtainable bond is obtained by using an epoxy "adhesive".

In any case, as previously mentioned in another post, the most critical
thing to take into consideration is to make sure that you clean the base
composite (the fiberglass fuselage) completely, AFTER you rough it up
completely with coarse sandpaper.

Use epoxy resin unless you are positive that the fuselage is made with
polyester resin, in which case you can still use epoxy resin, but in either
case, the area of the bond to the fuselage needs to be roughed up to expose
"raw" resin, and it needs to be totally free of contaminates like grease or
oil especially. The surface of a molded composite will contain a wax type
"mold release", which will totally jeopardize any adhesion. And always use
slow epoxy if you are concerned about a high stress joint. I routinely use
epoxy to create "stress relief tabs" on polyester composites which I test,
and I am talking about composite materials which have failure strengths over
ten thousand pounds.

When it comes to adhesion, cleanliness is indeed next to godliness.

"Ian Cardwell" wrote in message
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Spritt (rauðspritt) er fínt til að þvo burt olíu og fitu en Aceton er enn betra. Það leysir mörg plastefni, vax og resín og sennilega það albesta til að hreinsa fyrir límingu. Það er ofsalega rokgjarnt og eldfimt svo betra að fara varlega með það. Verður að vera í alveg þéttu íláti og best að geyma í ísskáp til að minnka uppgufun.
Passa að nota hreint aceton, ekki það sem selt er til að eyða naglalakki, það inniheldur olíur/fitur (til að koma á móti því að acetónið þurrkar húðina svo rækilega).
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Haraldur »

Ég keypti Aceton út í Apóteki (lotunr. 13762) frá Gamal Apótekinu).
Ekkert talað um naglahreinsun á því. Dugar það?

Hvar get ég fengið það hreint ef þetta dugar ekki?
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir Agust »

Til að finna út hvort það inniheldur olíu gætir þú prófað setja smá slatta (nokkra dropa) á hreina glerplötu. Láttu acetonið gufa upp. Glerplatan ætti að vera hrein og laus við olíu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Grunnur fyrir Kolfíber?

Póstur eftir kip »

[quote=Björn G Leifsson]Passa að nota hreint aceton, ekki það sem selt er til að eyða naglalakki, það inniheldur olíur/fitur (til að koma á móti því að acetónið þurrkar húðina svo rækilega).[/quote]
Ooo dem ég sem fýlaði svo naglalakkahreinsir í svona stöff. Nú verður konan glöð (alltaf búinn með stöffið hennar) :) Já líklega ekki gott að nota olíublandað aceton til að þurrka upp olíu úr við þó hann fari betur með puttana en hreint aceton :D
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara