Vöfflumótið á laugardaginn

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vöfflumótið á laugardaginn

Póstur eftir Agust »

Erlendur Borgarsson bað mig um að minna a´Vöfflumótið Vinsæla.

Á forsíðu Fréttavefsins stendur:

Hið árlega Vöfflumót á laugardaginn:
Hið árlega Vöfflumót verður haldið laugardaginn 5.maí nk. og hefst stundvíslega kl.10. Félagsmenn Þyts eru hvattir til að fjölmenna því þetta er nokkuð sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Settir verða upp betri vettlingarnir og flugstöðinn og flugstöðvarsvæðið fær smá yfirhalningu fyrir komandi vertíð.


Erlendur hafði þetta um málið að segja í pósti til mín:

"Nú er vöfflumótið á laugardaginn, við ætlum að hefja markaðssetnginu fyrir því í dag, við vildum biðja þig um að koma því allsstaðar að, í öllum umræðum að Þytsfélagar megi ekki missa af mótinu. Einnig að þetta er annað tveggja móta þar sem veður skiptir engu máli, mótið er alltaf haldið fyrsta Laugardag í maí og verður alltaf skemmtilegra með hverju árinu sem líður".
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Vöfflumótið á laugardaginn

Póstur eftir tf-kölski »

Skætingur! ég kemst ekki :@, en lofiði myndum?
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vöfflumótið á laugardaginn

Póstur eftir Sverrir »

Lofum engu, svíkjum ekkert ;)

En væntanlega munu myndir birtast :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Vöfflumótið á laugardaginn

Póstur eftir tf-kölski »

"Sá sem ekki kann að víkja, kann ekki að svíkja"

Kv. Pétur
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Vöfflumótið á laugardaginn

Póstur eftir Offi »

Það verður allavega fínasta veður ef mbl.is lýgur ekki. Aldrei að vita nema að það sjáist einhver flygildi!

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Vöfflumótið á laugardaginn

Póstur eftir tf-kölski »

Auuu!
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vöfflumótið á laugardaginn

Póstur eftir Agust »

Enn og aftur er minnt á eitt vinsælasta mót ársins, en það er auðvitað Vöfflumótið víðfræga. Á morgun laugardaginn 5. maí klukkan 10. Geti menn ekki mætt á mínútunni tíu, þá er allt í lagi að mæta aðeins seinna, t.d. tíu:tíu.

Auðvitað vita allir hvað felst í nafninu. Ef einhver veit það ekki, þá er í boði ómælt magn af heitum vöfflum með rjóma og sultu.


Tilgangurinn með þessu móti að taka til eftir veturinn og gera hús og umhverfi tilbúið fyrir sumarið. Þetta er líka kjörið tækifæri fyrir félagsmenn að kynnast og fá tilfinningu fyrir og virða eigur og umverfi félagsins, það eru engir aðrir en félagsmenn sem sjá um og/eða hirða eftir sig.

Það var t.d. pressa fyrir þennan dag að koma rafmagns og vatnsmálum í lag, en á fimmtudag voru nokkrir galvaskir félagar á fullu við þau störf. M.a. er vatn er komið á húsið og nýr rafgeymir.


Síðan toppar það náttúrulega daginn að éta sig á gat með vöfflum í boði félagsins. Auðvitað munu menn taka eitt og eitt flug, sjálfum sér og öðrum til ánægju, enda er veðurspáin góð.


Munið að "Maður er manns gaman". Þetta á sérstakleag við um Vöffffffflumótið, en þannig er orðið borið fram með fullan munn af gómsætum vöfffflum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vöfflumótið á laugardaginn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hvernig er þetta með veðurspárnar eiginlega???
Veðrið í dag átti að vera í gær, ég var með allt hlaðið og klárt en það var ekkert flogið. Núna segir konan að ég hafi fengið minn kvóta í gær, þaðp komi ekki til greina að fara út á h-nesið aftur í dag, nú sé það garðurinn hér heima sem þurfi að taka til í. $%&#@/&%$#""%&$&$#%"

Ojæja. Vöfflurnar voru fínar allavega. Myndir í öðrum pósti.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara