Trickle ofl

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Trickle ofl

Póstur eftir kip »

Ég er rati í batterýmálum þegar kemur að hleðslubatterýum og ýmsum tegundum þeirra. Ég var að versla mér slæðing af batterýpökkum frá http://search.ebay.com/_W0QQsassZ0penroadQQhtZ-1 og var að fara hlaða fyrsta pakkann áðan í nýja Robbe Infinity 3 hleðslutækinu mínu.

Þarna var ég með fyrir framan mig 8cellu 2400mah 9.6volta NIMH TX batterypack og setti inn öll gildi samkv. manualnum með hleðslutækinu en þegar það kom að valmöguleikanum TRICKLE stóð ég á gati og skammaði kennarana í grunndeild VMA í huganum fyrir að hafa ekki kennt mér hvað "TRICKLE" hleðsluaðferð er. Engin útskýring var í manualnum með Infinity 3 um TRICLE þannig að líklega átti ég að hafa fengið þá vitneskju í vöggugjöf.
Nú kom google til bjargar og þar fann ég líka þessa fínu grein http://www.batteryuniversity.com/partone-11.htm sem í stuttu máli segir manni ýmislegt fróðlegt.

En já, ástæðan fyrir þessum þræði var að benda á þessa stuttu og auðlesnu grein http://www.batteryuniversity.com/partone-11.htm sem er góð fyrir menn eins og mig sem fá bráðaathyglisbrest þegar þeir sjá eitthvað sem er meira en 2 blaðsíður af texta án nokkurra mynda af nöktum konum! ;)

Líklega hefur áður verið fjallað um þetta á spjallinu en nú veit ég að Ágúst stórgrúskari er afar fróður um þessi mál og væri ég honum afar þakklátur ef hann gæti sagt mér hér eitthvað um heppilega allsherjar meðhöndlun og mun á meðhöndlun nickel-cadmium og Nickel-metal-hydride rafhlaðna með flugmódelsportið í huga.

Mynd
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Trickle ofl

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Svona til að láta ljós mitt skína...

NiMh rafhlöður er mikilvægt að hlaða hægt, þeas með "trickle" straumi í fyrstu 1-2 skiptin svo þeim líði vel. Trickle þýðir dreypi eða í dropatali þeas mjög hæg pg varleg buna.

Ekkert sem jafnast á við gott hleðslutæki.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Trickle ofl

Póstur eftir Sverrir »

Skítt með hleðslutækið sérðu aflgjafann hjá honum :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Trickle ofl

Póstur eftir kip »

[quote=Björn G Leifsson]NiMh rafhlöður er mikilvægt að hlaða hægt, þeas með "trickle" straumi í fyrstu 1-2 skiptin svo þeim líði vel.[/quote]
-en nú skil ég ekki, hr. Buckmann segir "Nickel-metal-hydride should be rapid charged rather than slow charged. Because of poor overcharge absorption, the trickle charge must be lower than that of nickel-cadmium and is usually around 0.05C. This explains why the original nickel-cadmium charger cannot be used nickel-metal-hydride. "

Sverrir ég smíðaði þennan aflgjafa og hann svínvirkar. Spennutakkinn er alltof næmur í kringum 12 voltin og vonlaust að stilla á akkurat rétta spennu. sem betur fer tekur Infinity 3 11-15V í input :) Já svo eru heimasmíðaðar kæliplöturnar aftan á transistor sem er festur í bakið, þær eru ekki nógu stórar þannig að núna er ég með fullan pott af vatni ofan á græjunni til að gleypa smá hita :) En í þessum skrifuðu orðum er þetta 9cellu pack sem ég er að hlaða í 47 gráðum en lofthitinn er 24 gráður, rosalega hitnar þetta batterypack.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Trickle ofl

Póstur eftir Haraldur »

Þú verður að passa þig á þessum spennugjafa Kip en hann gefur max 3 amper og hleðslutækið þitt þarf örugglega meira en 5 amper þegar þú byrjar að hlaða stærstu batteríinn.

Ég myndi ráðleggja þér að verða þér út um 12V spennugjafa sem gefur 5-7 Amper, áður en þú brennir af spennugjafann þinn.

Ég smíðaði líka svona spennugjafa í grunndeildinni.
Ef hann er of næmur á spennustillingunni þá hefurðu klúrað einhverju í samsettningu. Kannski með vitlaust stilliviðnám, log í stað lin? Minn svínvirkar er ekki næmur á neinu spennusviði.
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Trickle ofl

Póstur eftir Þórir T »

Sammála Halla, þessi speunnugjafi hentar í allskyns vitleysu en ekki þessa, fáðu þér 10A spennugjafa hjá eyþór í Íhlutum... asap
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Trickle ofl

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Trickle ofl

Póstur eftir kip »

ókey boys, hann lookar nú samt með kjötsúpupottinn fullan af vatni ofaná! :D
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Trickle ofl

Póstur eftir Agust »

Hér er heilmikil batteryhandbók á vefnum: http://www.hardingenergy.com/techmanual.htm

Þetta er rosa tæki sem þú er með, Infinity-3. Hvar fékkstu svona og hvað kostar gripurinn?

----

Annars var ég að átta mig á alvarlegu vandamáli. Svona dropateljara-hleðslutæki (trickle-charger) eru oftast kölluð overnight charger. Oftast er sagt eitthvað í þessum dúr "charge the battery overnight". http://www.google.com/search?hl=en&rls= ... tnG=Search

Nú er sá tími að fara í hönd að engin nótt er vikum og mánuðum saman hér á Íslandi. Þýðir þetta ekki að þessi "overnight" hleðslutæki verða óvirk? Líklega er ástandið enn alvarlegra á norðurlandi þar sem sólin fer jafnvel aldrei undi sjóndeildarhringinn vikum saman, jafnvel ekki á miðnætti. Er þetta kanski skýringin á því að flest kröss verða að sumri til?

Svo gera menn jafnvel við módelið og nota "overnight glue". "Let dry overnigt" stendur þá í leiðbeiningunum. Þannig lím þorna einungis á nóttunni. Auðvitað krassa módelin aftur, ef límið nær ekki að harðna í miðnætursólinni. Sjáið bara hér á Google, sem veit allt: http://www.google.com/search?hl=en&rls= ... tnG=Search
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Trickle ofl

Póstur eftir Þórir T »

hehehe, góður... :)
Svara