smá krossviður?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: smá krossviður?

Póstur eftir einarak »

hvar verður maður sér útum smá krossviðsbút (10x40cm) ánþess að þurfa að kaupa efni í heilan ARF sumarbústað? Ég þarf að smíða mér nýtt orku-hylki (Power Cartridge) í Aircore (Hardcore) eftir að eldsneytisbyrgðirnar þrutu sekúndu eftir að hætt var við lendingu.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: smá krossviður?

Póstur eftir Sverrir »

Kíktu í Húsasmiðjuna eða Byko, þeir eiga oft afganga eða minni búta.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: smá krossviður?

Póstur eftir Gaui »

Ég kíki stundum í úrkast kassann hjá söginni í Húsó (hérn a´Akureyri) og fæ að grípa með mér hina og þessa búta sem annars færu í endurvinnslu. Náði t.d. í stærðar búta sem búið var að skera innan úr hurðum til að gera glugga í þær -- verða góðar smíðaplötur bráðlega.

Ef þú talar vel um sögina sem kallinn er að nota og hrósar honum fyrir fagmannlegt handbragð, þá hleypir hann þér að úrkastkassanum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: smá krossviður?

Póstur eftir einarak »

búinn að redda þessu, öðlingarnir í býkó gáfu mér bút, nú er ég bara að líma og saga á víxl
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: smá krossviður?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hvaða þykktir eru til?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: smá krossviður?

Póstur eftir Gaui »

Það eru nebbnilega ekki til neinar áhugaverðar þykktir. Þeir byrja í 4mm, svo er 6mm, 9mm, 12mm, og eitthvað þykkara, sem er ekki nothæft fyrir okkur.

Ef þú þarft mjög þykkan krossvið, þá er miklu betra að líma hann saman úr þynnri krossviði. t.d. er 12mm krossviður gerður úr 5 lögum. En ef maður samlímir þrjú lög af 4mm krossviði, þá er maður kominn með 9 lög = miklu sterkara.

Til að fá þynnri krossvið þá þarf að panta frá útlöndum. Þau hafa venjulega átt eitthvað í Tómó, en um daginn þurfti ég 0,8mm flugvélakrossvið (sem, btw, er fimm laga), og þau áttu hann ekki til. Ég endaði á að panta hann frá Austurríki.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara