Re: Vöfflumót
Póstað: 6. Maí. 2007 10:40:19
Það blés blautur 10-15 metra vindur í gær en slíkir smámunir koma ekki í veg fyrir mótshald í Flugmódelfélaginu Þyt.
Það var tekið til, ryksugað og skúrað og pússað. Eldhússkáparnir voru meðal annars teknir í gegn:

og ýmislegt skrýtið og skemmtilegt kom í ljós:

Sérfræðingar settust niður og ræddu hvort hér væri um að ræða umhverfisógn sem þyrfti að eyða eða hvort þorandi væri að prófa innihaldið:

Niðurstaðan var að sprengjunni var eytt enda hafði vöfflumeistarinn komið með ekta rjóma í hláturgasdrifnu undratæki.
Húsameistarinn tók rækilega til á háaloftinu og stjórnaði svo skothríðinní úr öðru af tveimur vöfflujárnunum.

Og það var einvalalið sem svo eyddi vöfflunum með aðstoð jarðaberjasultutaus, súkkulaði-eðju og hláturgasþeyttum MS-rjóma.
Hér sést hluti vöfflueyðingardeildarinnar:

Á meðan hélt endalaus röð risavörubíla áfram að keyra jarðveg í nýja fjallið við enda norðurbrautarinnar:

Spurning hvort þetta sé jafnvel meiri ógn við velferð Hamranesvallar en sparkvöllurinn ógurlegi sem settur var þarna niður fyrir nokkrum árum?

Það var tekið til, ryksugað og skúrað og pússað. Eldhússkáparnir voru meðal annars teknir í gegn:

og ýmislegt skrýtið og skemmtilegt kom í ljós:

Sérfræðingar settust niður og ræddu hvort hér væri um að ræða umhverfisógn sem þyrfti að eyða eða hvort þorandi væri að prófa innihaldið:

Niðurstaðan var að sprengjunni var eytt enda hafði vöfflumeistarinn komið með ekta rjóma í hláturgasdrifnu undratæki.
Húsameistarinn tók rækilega til á háaloftinu og stjórnaði svo skothríðinní úr öðru af tveimur vöfflujárnunum.

Og það var einvalalið sem svo eyddi vöfflunum með aðstoð jarðaberjasultutaus, súkkulaði-eðju og hláturgasþeyttum MS-rjóma.
Hér sést hluti vöfflueyðingardeildarinnar:

Á meðan hélt endalaus röð risavörubíla áfram að keyra jarðveg í nýja fjallið við enda norðurbrautarinnar:

Spurning hvort þetta sé jafnvel meiri ógn við velferð Hamranesvallar en sparkvöllurinn ógurlegi sem settur var þarna niður fyrir nokkrum árum?
