Síða 1 af 1
Re: Gamli fréttavefurinn og aðrar eldri módelsíður
Póstað: 24. Apr. 2004 03:26:07
eftir Sverrir
Eins og e-r muna eflaust eftir þá rak ég svipað vef um tíma á síðustu öld og e-ð fram í þessa en varð því miður að leggja hann í smá hvíld vegna anna í námi og einkalífi eins og gengur og gerist.
En hann er ennþá til að mestu leyti og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér e-ð af því efni sem er þarna, sumt er að verða 5 ára gamalt, þá geta þeir kíkt á þessa slóð
http://frettavefur.net/Old/
Svo má líka sjá eldri útgáfur af vef Flugmódelfélags Suðurnesja á þessari slóð
http://modelflug.net/?page=myndir&id=15
Hvernig var það Ágúst átt þú ekki ennþá e-a búta af fyrstu Þyts síðunni sem gerði garðinn frægan í
Model Airplane News hérna um árið? Hvað var það aftur 1995 eða svo?
Einn af fyrstu ef ekki sá fyrsti af flugmódelklúbbum heimsins til að koma sér á Netið.
Re: Gamli fréttavefurinn og aðrar eldri módelsíður
Póstað: 3. Nóv. 2004 22:54:10
eftir Agust
Hér er upphafleg vefsíða þyts geymd:
http://brunnur.rt.is/ahb/thytur-old/thytur.html
Jafnvel teljarinn virkar ennþá, svo eithvað líf bærist með henni.
15 febrúar 2005 verður vefsíðan 10 ára!
Fjallað var um þessa vefsíðu á sínum tíma í grein í Model Airplane News, og Þytur var útnefndur klúbbur mánaðarins. Var það vegna greinar á vefsíðunnu um hvernig staðið var að gerð Hamranesflugvallar:
"Club of the Month" for "their extraordinary effort in building and maintaining their flying field".
Á vefsíðu Tower Hobbies var vefsíðan talin vera fyrsta vefsíða flugmódelfélags!
Tower Hobbies (R/C web directory 1995): "Thytur - Nice WWW site in Iceland maintained by the Icelandic Aeromodellers Club. The first R/C airplane club on the Web?"
Í byrjun var síðan vistuð á heimasvæði ÁHB hjá Ísmennt:
http://rvik.ismennt.is/~agbjarn/thytur.html
Þessi tenging virkar þó ekki lengur.
Ágúst
Re: Gamli fréttavefurinn og aðrar eldri módelsíður
Póstað: 3. Nóv. 2004 22:59:59
eftir Agust
Re: Gamli fréttavefurinn og aðrar eldri módelsíður
Póstað: 4. Nóv. 2004 00:15:37
eftir Sverrir
Já gaman að rifja þetta upp
Re: Gamli fréttavefurinn og aðrar eldri módelsíður
Póstað: 4. Nóv. 2004 01:00:27
eftir ErlingJ
og gaman að sjá líf á frettavefnum
Re: Gamli fréttavefurinn og aðrar eldri módelsíður
Póstað: 4. Nóv. 2004 11:33:37
eftir Agust
Ég rakst á þessa klausu á enska hluta vefsíðunnar:
The internet connection to and from Iceland is via a submarine fieber optic cable. This cable is linking Iceland with the rest of Europe and the USA. A 1000 kbaud channel is used for the Internet connection. Fiber optic cables are much used for communication in Iceland. Almost all villages around the country are connected that way, so long distance telephone calls, as well as calls to abroad are usually crystal clear.
Milli íslands og útlanda var bandbreiddin 1000 kbaud. Samnýtt af öllum Íslendingum! Hver er bandbreiddin á tengingunni þinni heima? 1000 kbaud?
(1000 kbaud = 1 Mbaud = 1 Megabit/sek.)
Á þessum tíma var ég með 14,400 kbaud (14400 baud) módem, sem þótti bara nokkuð gott. Í dag er ég með 70 x meiri bandbreidd, eða 1000 kbaud = 1000.000 baud.
Ágúst
Re: Gamli fréttavefurinn og aðrar eldri módelsíður
Póstað: 4. Nóv. 2004 14:23:39
eftir Sverrir
Ég á einmitt mjög skemmtileg línurit sem ég gerði fyrir ritgerð í fyrravetur en þau eru einmitt af þróun bandvíddar okkar frá 1989-2003.
Athugið að efra ritið er í
Kbás en neðra í
Mbás.