Kríumótið 2017

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11389
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kríumótið 2017

Póstur eftir Sverrir »

Kríumótið 2017 var haldið á Sandskeiði í dag, 25. júní 2017, í bongóblíðu. Það er þó enn blautt á nokkrum stöðum sem takmarkaði að vissu leyti mögulegar staðsetningar fyrir keppnisstað. En við létum þó duga það sem í boði var en ekki náðist að ljúka hraðafluginu þar sem vindar urðu óhagstæðir þegar leið á og engin leið var að breyta brautinni þar sem við hefðum þá ruðst inn á full skala brautina sem var í notkun.

Úrslit urðu sem hér segir: (að því gefnu að engar villur hafi læðst inn í útreikningana)
  1. Erlingur - 2000 stig
  2. Guðjón - 1722 stig
  3. Jón - 1607 stig
  4. Sverrir - 1417 stig
  5. Frímann - 1415 stig
  6. Steinþór - 1176 stig
  7. Rafn - 859 stig
Erlingur vann þetta á algjörlega á tímaflugunum sem voru mjög góð hjá honum en það bjargaði Jóni að ég missti af marklendingunni í 2. umferð. ;)
Guðjón var þó sá eini sem náði 6 mínútna markinu!

Takk fyrir góðan dag og til hamingju Erlingur!

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 812
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Kríumótið 2017

Póstur eftir gudjonh »

Takk fyrir góðan dag! Til hamingju með fyrsta sætið Erlingur.

Guðjón
Passamynd
arni
Póstar: 275
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Kríumótið 2017

Póstur eftir arni »

Gott sport í góðum félagssap er óborganlegt.Nú skil ég betur hvað termik er.Til hamingju með fyrsta sætið
Erlingur.Takk fyrir mig kæru félagar.
Kveðja.Árni F. :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11389
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kríumótið 2017

Póstur eftir Sverrir »

Eigum við ekki að rifja upp aðeins hlýrri og bjartari tíma!

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 812
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Kríumótið 2017

Póstur eftir gudjonh »

Jú, en eru þessar minningar frá atburði á Íslandi?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11389
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kríumótið 2017

Póstur eftir Sverrir »

Maður spyr sig óneitanlega að því hvort þetta hafi allt saman verið draumur!
Icelandic Volcano Yeti
Svara