Grunau Baby í 1/3

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Ég er að byrja að smíða 1/3 scala Grunau Baby svifflugu sem ég er að vonast til að geta klárað í sumar. Ég var líka að velta fyrir mér hvort einhvern langaði til að fylgjast með á meðan ég geri það eða hvort þið eruð búnir að fá nóg af mér í bili.

Módelið er hannað af Rüdiger Götz, einum af ritstjórum þýska tímaritsins Modell, sem er gefið út af Neckar Verlag (http://www.webshop.neckar-verlag.de/). Þeir eru með nokkuð gott úrval teikninga, svo það er vel þess virði að kíkja á síðuna hjá þeim þó ekki sé til annars en að hressa pínulítið við þýskukunnáttuna. Ég get líka mælt með þessu tímariti.
Hér eru staðtölur um módelið eins og þær koma fyrir á vefsíðunni hér fyrir ofan:

Vænghaf 4550 mm
Lengd 2030 mm
Þyngd ca. 9000 g
Vængprófíll FX 60-126
Vængflötur 143 dm²
Vænghleðsla 60 g/dm²

Fyrirmyndin sem ég ætla að nota (ég vel mér alltaf fyrirmyndir um leið og módel) var sviffluga sem Þjóðverjar komu með til landsins í júlí 1939. Þeir komu hingað bæði 1938 og 1939 til að kenna íslenskum flugáhugamönnum að fljúga (og hugsanlega eitthvað annað) og höfðu með sér mikinn og flottan búnað, m.a. Klemm L25 sem enn er til og líklega á leiðinni á flugsafnið á Akureyri, Minimoa og tvær Grunau Baby.

Sú sem ég ætla að nota var flutt hingað glæný og ónotuð með aðeins eitt flug í logginu fyrir utan skoðunarflugið. Loggbókin og skoðunarskírteinin eru til sýnis á flugsafninu á Akureyri. Hér er mynd sem var tekin á Melgerðismelum 20. ágúst 1939 þegar haldinn var flugdagur þar.

Mynd

Lemgst til vinstri er Grunau Baby vélin sem ég ætla að gera, með skráningarnúmerið D-4-874. Við hliðina á henni er Grunau 9 rennifluga sem var smíðuð á Akureyri 1938 og er enn til í flughæfu ástandi á flugsafninu. Lengst til hægri er síðan Klemm L25 sem Þjóðverjar komu með sumarið 1938. Hann hafði þá skráningarnúmerið D-ESUX, en hann fékk síðan skráninguna TF-SUX þegar hópur íslendinga keyptu hann. Þessi Klemm er enn til og næstumþví í flughæfu standi.

Ég set meira inn þegar ég byrja að smíða (ef einhver nennir að lesa þetta). Ég er nýbúinn að fá útskorna hluta módelsins frá fyrirtæki í Þýskalandi sem sker þá út með CNC fræsara (http://www.cnc-modellbautechnik.de/) og er rétt í þessu að losa bútana af brettunum og skoða hvað ég er með í höndunum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10790
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Sverrir »

Fáum aldrei nóg af þér Guðjón minn :)
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þú sleppur ekki :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui K »

Ég er næstum viss um að við nennum hreinlega allir að lesa og fylgjast með þessum þráðum hjá þér.Enda líka oft fróðleikur með :)
kvGaui K.

Passamynd
einarak
Póstar: 1534
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir einarak »

hefur einhver smíðað svona klemm l25 model?

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

[quote=einarak]hefur einhver smíðað svona klemm l25 model?[/quote]
Ekki sem ég veit um. Ég veit aftur á móti um tvo gríðar flotta:

Hér er einn í 1/3, sama skala og Grunau Baby: http://www.modellbau-schlundt.de/index. ... mmL25d.htm

Hér er módel í 1/4,5 Almost Ready to Cover: http://www.krick-modell.de/shop_fachhan ... &grp=0,4,3
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
einarak
Póstar: 1534
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir einarak »

[quote=Gaui][quote=einarak]hefur einhver smíðað svona klemm l25 model?[/quote]
Ekki sem ég veit um. Ég veit aftur á móti um tvo gríðar flotta:

Hér er einn í 1/3, sama skala og Grunau Baby: http://www.modellbau-schlundt.de/index. ... mmL25d.htm

Hér er módel í 1/4,5 Almost Ready to Cover: http://www.krick-modell.de/shop_fachhan ... &grp=0,4,3[/quote]
þú varst greynilega ekki mjög hrifinn af þessai sem þú settir inn fyrst.: http://www.krick-modell.de/shop_fachhan ... rp=0,4,3,1

ég er hinsvegar mjög hrifinn af henni í glóðarhaus útgáfu. Og ef ég skil þýskuna rétt þá er þetta bara venjulegur arf eða?

http://www.krick-modell.de/shop_fachhan ... tnum=10170

sorry, skal svo ekki offtopica þráðinn meira

Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Þórir T »

Endilega meira, annað, það er möguleiki að afi minn hafi lært á þessa eða samskonar vél, hann var fæddur 1937, (lést 1986) en var kominn með einhvern slatta af gráðum í svifflugi, ætti að reyna að grafa það upp..... veit að það er til einhverstaðar silfur C og einhvað í þeim dúr frá honum...

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

[quote=einarak]þú varst greynilega ekki mjög hrifinn af þessai sem þú settir inn fyrst.: http://www.krick-modell.de/shop_fachhan ... rp=0,4,3,1

ég er hinsvegar mjög hrifinn af henni í glóðarhaus útgáfu. Og ef ég skil þýskuna rétt þá er þetta bara venjulegur arf eða?

http://www.krick-modell.de/shop_fachhan ... tnum=10170

sorry, skal svo ekki offtopica þráðinn meira[/quote]
Einar
Sú fyrri er bara 1:7, sem er ekki rétti skalinn fyrir Grunauinn minn
Hafðu ekki áhyggjur af því að fara "off topic". Á meðan verið er að ræða Grunau, Minimoa og Klemm, þá erum við á rétta tímabilinu. Þessi ár á milli heimsstyrjaldanna eru tími sem við ættum að lita mikið meira að skoða, sérstaklega vewgna þess að Íslendingar voru gríðarlega áhugasamir um flug og áttu helling af þeim og smíðuðu meira að segja eina sjálfir. Við ættum að að eiga flughæf módel (bæði stór og lítil) af öllum flugvélum sem flugu á þessum árum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10790
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Sverrir »

Talandi um það Gaui, Ögnin er komin úr Leifsstöð og dvelur í ákveðnu söguskýli í höfuðborginni.
Icelandic Volcano Yeti

Svara