Re: Stríðsfuglaflugkoma EPE - 29.júlí 2017
Póstað: 29. Júl. 2017 19:27:23
Hin árlega Stríðsfuglaflugkoma Einars Páls var á sínum stað á Tungubakkaflugvelli í dag. Óhætt er að segja að veðurguðirnir hafi brosað sínu blíðasta í dag, sól, léttur vindur fram eftir degi og hitinn rétt undir 20°C. Gestir komu frá Akureryi, Noregi og Patreksfirðir ásamt heimamönnum af SV horninu úr Þyt og Flugmódelfélagi Suðurnesja.
Stríðsfuglar úr fyrri heimsstyrjöld voru áberandi fjölmennastir á svæðinu en einnig sáust nýmóðins hertól eins og F-35 fljúga um loftin blá. Allt flug gekk vel fyrir sig og skiluðu allar vélarnar sér heilar heim þó örfáar væru með smá grasgrænu á sér eftir útivist dagsins. Heyrst hefur að vel hafi gengið á birgðir flugmódelmanna af sólarvörn og munu Aloa Vera birgðir þeirra vera á þrotum.
Takk fyrir frábæran dag og vonandi heldur veðrið áfram að vera svona gott hér á SV horninu.
Fleiri myndir munu svo birtast við fyrsta tækifæri.


Stríðsfuglar úr fyrri heimsstyrjöld voru áberandi fjölmennastir á svæðinu en einnig sáust nýmóðins hertól eins og F-35 fljúga um loftin blá. Allt flug gekk vel fyrir sig og skiluðu allar vélarnar sér heilar heim þó örfáar væru með smá grasgrænu á sér eftir útivist dagsins. Heyrst hefur að vel hafi gengið á birgðir flugmódelmanna af sólarvörn og munu Aloa Vera birgðir þeirra vera á þrotum.
Takk fyrir frábæran dag og vonandi heldur veðrið áfram að vera svona gott hér á SV horninu.
Fleiri myndir munu svo birtast við fyrsta tækifæri.



