Hin árlega Piper flugkoma var haldin á Hamranesi í kvöld 9. ágúst að viðstöddum fjölmenni. Steve Holland var kominn alla leiðinni frá Bretlandi og verður hér með okkur næstu tvær helgar, bæði á Melgerðismelum og Tungubökkum.
Fjölmargir Piper Cub-ar flugu um loftin blá og Steve var með Fairchild Argus dulbúna sem Piper Cub, hún var alla vega gul að neðan! Flugkoman gekk áfallalaust fyrir sig og var veðurblíðan slík að elstu menn muna ekki annað eins.
Pétur flugkomupabbi á kunnulegum slóðum.
Ég fékk að prófa „Piper Cub-inn“ hans Steve, geggjuð smíði úr smiðju Sid King.
Ég er ekki enn búinn að fullkomna það að fljúga og taka sjálfur, Guðni Sig. laumaðist í myndavélina mína og smellti af nokkrum myndum.