Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Sverrir »

Hin árlega flugkoma FMFA á Melgerðismelum var á sínum stað í frábæru veðri og var fínasta mæting, heimamenn sterkir á vellinum og gamlir meistarar létu sjá sig á svæðinu sem aldrei fyrr. Ekki skemmdi fyrir að Steve Holland og Sharon Stiles höfðu ákveðið að koma í heimsókn og voru á svæðinu með stóran flugflota (ekki missa af þeim á Stórskalaflugkomunni um næstu helgi!).

Flug hófst snemma dags og stóð linnulaust yfir fram að ljúffengum grillmat í Hyrnu, sem Bendi grillaði ofan í viðstadda, og eftir hann héldu þeir allra hörðustu áfram og flugu inn í kvöldið. Vöfflurnar voru að sjálfsögðu á sínum stað en að auki var boðið upp á pylsur sem margir nýttu sér. Flugið gekk að mestu vel en þó þurfti að horfa á bak einni vél sem átti ótímabært stefnumót við Móður Jörð.

Að sjálfsögðu var „bein“ útsending frá herlegheitunum hér á Fréttavefnum og von bráðar mun hikmynd verða í boði frá fjörinu svo menn geta skemmt sér við að rifja daginn upp.

Sunnudagurinn rann svo upp bjartur og fagur með ekki verra veðri og héldu menn áfram að njóta helgarinnar með flugi og fjöri fram eftir degi. Sjáumst kát að ári! :cool:Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Sverrir »

Frátekið fyrir myndir :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
arni
Póstar: 276
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir arni »

Var á Melgerðismelum um síðustu helgi í frábærum félagsskap og veðri.
Takk fyrir góðar viðtökur.GÓÐAN mat Norðanmenn. :)
Kveðja.Árni F.
lulli
Póstar: 1264
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir lulli »

Tek undir með Árna!
Maturinn - viðtökurnar - veðrið - gaman að fylgjast með goðsögninni og Íslandsvinunum SH&SS ...og svo ekki síst forvitnis heimsóknin í smíðaslippinn.

Eini skugginn er að hafa grandað þotunni ..en hvað er nú ein túrbínuþota á milli vina.
Þetta er enn í ransókn, en viðvaranir frá telemetry byrjuðu rétt áður og linntu ekki látum fyrr en vélin var farin niður,svo mögulegt er fleira spili inní en bara aulaskapurinn einsamall. (þó mín mistök séu líklegust)

Kærar þakkir fyrir mig Norðanhöfðingjar og góðan félagsskap ÖLL.

Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Nokkrar myndir af flugtogi.
kv
Einar Pall

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Sverrir »

Brot frá Melunum kom á eftir 10 fréttunum í kvöld.

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir einarak »

[quote=Sverrir]Brot frá Melunum kom á eftir 10 fréttunum í kvöld.

https://youtube.com/watch?v=N1uQS_BCvSc[/quote]

Gaman að þessu! Futurann fekk allavega sínar 5 sek af frægð þótt það hafi verið hennar síðasta verk.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Sverrir »

„Smá“ vídeó frá laugardeginum!

Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1264
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir lulli »

Það eru nú meiri eðal tímarnir sem þarna eru að gerast.
Gaman að sjá þetta - takk fyrir .
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Sverrir »

Það var líka fjör á sunnudeginum! :cool:

Icelandic Volcano Yeti
Svara