Geggjað veður, þannig er deginum best lýst!
Alveg frá því snemma í morgun og svo þangað til síðustu flugmenn yfirgáfu svæðið rétt fyrir kl. 20 var þvílík veðurblíða að elstu menn muna ekki annað eins. Sól skein glatt meiri hluta tímans, hitinn að nálgast 20°C og mikið flogið!
Dagurinn gekk stóráfallalaust fyrir sig en þó má búast við að einhverjir ákafir flugmenn hafi fengið vægan sólbruna í blíðu dagsins. Steve og Sharon skemmtu sér vel og hafðu Steve nóg að gera við að fljúga flugmódelum innfæddra. Tvær Wilgur að norðan komu sérferðin í bæinn og var frumflogið, jafnvel þó einungis önnur þeirra hafi komið með vængrörið með sér, þá skiptust menn bara á að fljúga með þetta eina rör. Bræðralag og kærleikur þar á ferð eins og þeirra er von og vísa.
Fjarkinn hóf sig aftur til flugs eftir árs hvíld og hefur aldrei litið betur út heldur en í blíðu dagsins. Staggerwing hóf sig líka til flugs eftir fimm ára hvíld og þrátt fyrir smá auka viðgerð í byrjun þá hefur henni aldrei liðið betur!
Frábær dagur að baki, takk fyrir mig Einar Páll!
Stórskalaflugkoma EPE - 19.ágúst 2017 - Tungubakkar
Re: Stórskalaflugkoma EPE - 19.ágúst 2017 - Tungubakkar
Icelandic Volcano Yeti
Re: Stórskalaflugkoma EPE - 19.ágúst 2017 - Tungubakkar
Ekki slæmt að geta geymt sendinn í flugmódelinu!
Fyrra stríðsflotinn var á sínum stað.
Tveggja turna tal.
Þessi kom úr Vogunum að heimsækja Einar Pál.
Fjarkinn naut sín í blíðunni.
Wilga hans Finns í prufuflugi.
Wilga hans Benda í prufuflugi.
BMFA björninn skellti sér nokkrum sinnum á rúntinn.
Og tók nokkra hringi í samflugi með Steina.
Moki stjörnumótorinn í Staggerwing söng fallega.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 210_16.jpg
Hvað sérðu margar flugvélar á næstu tveim myndum!?
Icelandic Volcano Yeti
Re: Stórskalaflugkoma EPE - 19.ágúst 2017 - Tungubakkar
Búinn að vera svakalegur þessi Ágúst mánuður...
Kv. Guðni Sig.
Kv. Guðni Sig.
If it's working...don't fix it...
- Flugvelapabbi
- Póstar: 589
- Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06
Re: Stórskalaflugkoma EPE - 19.ágúst 2017 - Tungubakkar
Sæli felagar
Eg vil þakka ollum sem toku þatt i Storskala flugkomunni um helgina,þetta var hreynt otrulegt, fjoldi modela og fjoldi folks sem kom og naut þessa frabæra hobbys med okkur.
Eg sofnadi med bros a vor eftir frabæra flughelgi og vil eg þakka ykkur ollum sem mættu a Tungubakka
og nutud me okkur, vinnan verdur lettvæg a svona helgi, bestu þakkir og megid þid eiga frabært hobby afram.
Kvedja
Einar Pall (Flugvelapabbi)
Eg vil þakka ollum sem toku þatt i Storskala flugkomunni um helgina,þetta var hreynt otrulegt, fjoldi modela og fjoldi folks sem kom og naut þessa frabæra hobbys med okkur.
Eg sofnadi med bros a vor eftir frabæra flughelgi og vil eg þakka ykkur ollum sem mættu a Tungubakka
og nutud me okkur, vinnan verdur lettvæg a svona helgi, bestu þakkir og megid þid eiga frabært hobby afram.
Kvedja
Einar Pall (Flugvelapabbi)
Re: Stórskalaflugkoma EPE - 19.ágúst 2017 - Tungubakkar
Tók eina af samflugsmyndunum og lýsti hana aðeins upp... það var ekkert voðalega langt á milli þeirra þarna.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Stórskalaflugkoma EPE - 19.ágúst 2017 - Tungubakkar
Icelandic Volcano Yeti