Alveg frá því snemma í morgun og svo þangað til síðustu flugmenn yfirgáfu svæðið rétt fyrir kl. 20 var þvílík veðurblíða að elstu menn muna ekki annað eins. Sól skein glatt meiri hluta tímans, hitinn að nálgast 20°C og mikið flogið!
Dagurinn gekk stóráfallalaust fyrir sig en þó má búast við að einhverjir ákafir flugmenn hafi fengið vægan sólbruna í blíðu dagsins. Steve og Sharon skemmtu sér vel og hafðu Steve nóg að gera við að fljúga flugmódelum innfæddra. Tvær Wilgur að norðan komu sérferðin í bæinn og var frumflogið, jafnvel þó einungis önnur þeirra hafi komið með vængrörið með sér, þá skiptust menn bara á að fljúga með þetta eina rör. Bræðralag og kærleikur þar á ferð eins og þeirra er von og vísa.
Fjarkinn hóf sig aftur til flugs eftir árs hvíld og hefur aldrei litið betur út heldur en í blíðu dagsins. Staggerwing hóf sig líka til flugs eftir fimm ára hvíld og þrátt fyrir smá auka viðgerð í byrjun þá hefur henni aldrei liðið betur!
Frábær dagur að baki, takk fyrir mig Einar Páll!
