LiPo hleðslutæki

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Agust »

Ég nota mest 14,8V (4 sellu) 3700mAh rafhlöður og hef verið að svipast um eftir hentugu hleðslutæki til að hafa með út á flugvöll. Jafnvel eitthvað í ódýrari kantinum þannig að hægt sé að vera með tvö hleðslutæki. Ég við geta hlaðið með 1C eða 3,7A.

Ég hef verið að skima vefinn og orðið aðeins fróðari um hvað er til. Það væri vel þegið að fá að vita hvað aðrir nota.

Stundum hef ég rekist á hentugt hleðslutæki, en þegar ég fer að lesa smáa letrið rekst ég á ýmsar takmarkanir sem blasa ekki við við fyrstu sýn. Dæmi er þetta hleðslutæki:
Mynd

Það á að geta hlaðið LiPo með 5A straum, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að aflið er takmarkað við 50W. Hleðsluspennan á mínum rafhlöðum er allt að 16,8V. 50W/16,8V=3A. Hámarksstraumurinn þegar 4 sellu LiPo er hlaðið er því 3A sem er öllu minna en 5A sem getið er um í auglýsingunni.

Annað tæki þar sem ég þekki ekki afltakmörkunina: Simprop Intelli Speed á að vera 7A.

Mynd
http://www.simprop.de/Seiten/Modellbau/ ... iSpeed.htm




Hvað notið þið?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég hef verið mjög ánægður með Simprop tækið. Það er greinilega komin nýrri útgáfa með sérstöku LiPo forriti. Mitt tæki getur hlaðið LiPo á LiIon forritinu en það mun ekki vera eins góð fylling því forritið slekkur fyrr á við toppinn.

Tækið sem er vinsælast á Norðulöndunum er þetta:
Mynd

og þeir eru líka með útgáfu fyrir beintengingu við orkuveituna:
Mynd
Max 5A hleðslustraumur á báðum (sama tækið). Innbyggður balnserari.

Þeir segja í DK og NO að Swallow sé það albesta.

En ég tel mig nú vita betur því mig hefur alltaf dreymt um tæki frá þessum hér framleiðanda sem hefur verið toppurinn í gæðunum undanfarið.
Þetta er flottasta tækið þeirra (eða var):
Mynd

Það er hlaðið fítusum, þú getur tengt það við tölvu og fengið grafíska mynd af ferlunumog velt þér upp úr alls konar spennandi vísindum. Það skilar 10A hleðslu og afhleðslu í gegnum aðaltengið en er með að mig minnir 3 tengi í allt.
Til þess að nýta það í botn þarf líka 40 A pówer söpplæ sem þeir að sjálfsögðu útvega.

Það kostaði líka á fjórða hundrað evrur þetta tæki!!!
En nú bregður svo við að Schulze-elektronik eru búnir að merkja það sem uppselt og komnir með NextGeneration sem á að koma út í næsta mánuði og kosta,,, að sjálfsögðu enn meira því það er enn flottara og öflugra:
Mynd
Verðin eru ekki komin á heimasíðunni þeirra

Þeir eru að sjálfsögðu með öfluga ballaníserara fyrir Læpó sem geta sinnt allt að 4, 8 eða 14 sellum eftir gerð. Sá öflugasti kostar líka rúmlega 200 evrur :

Mynd
en auðvitað nægir sá litli fyrir flesta. Hann kostar aðeins(!) 89 evrur.
Það þurfa heldur ekki nema verstu dellukallarnir (svona eins og Ágúst :D ) stærsta og flottasta hleðslutækið þeirra, það eru fleiri, minni og minna dýrir kostir hjá þeim. Mæli með heimasíðunum þeirra, þar er mikill fróðleikur og þeir framleiða og selja alla hlutina sem þarf í alvöru rafmagnsflug.

´Tékkiði til dæmis á LiPoLogger og LiPoLogger-GPS. Bling-eling ef eitthvað er það.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Agust »

Svo er það eitt fyrirtæki sem ég rakst á eftir að hafa séð menn prísa framleiðslu þess í hástert:

BANTAM
Sjá úrvalið á síðu þeirra
http://www.bantam301.20m.com/

Þeir eru með margar tegundir af hleðslutækjum, sumar með innbyggðum spennujafnara (balancer). Á litla tækinu er jafnvel hægt að skoða spennuna á hverri einstakri sellu.

Ég hef grun um að litla tækið frá Swallow hlaði mest 50W eins og önnur tæki í sama stærðarflokki.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það skilst nú vonandi að ég hef ekki reynslu sjálfur af Swallow eða Schulze. En Simprop tækið hefur veitt mér góða hjálp og er með aðgengilegu og skýru viðmóti.
Þjóðverjarnir eru miklir nákvæmnismenn og ég hef á tilfinningunni að tækin þeirra séu mjög góð. Ég ætlaði alltaf að ná mér í eitthvað þeirra svona meðalfínu en það hefur ekki enn orðið.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Sverrir »

Infinity II frá Robbe nýtist mér í flestar LiPo sellurnar sem ég á.
Ég er hins vegar líka með Pocketlader frá Orbit en nota hann aðallega fyrir LongGo rafhlöðurnar frá Emcotec.
Það er tölvuúttak á þeim báðum.

Mynd Mynd

Mjög notendavænt viðmót á Infinity tækinu, Pockerlader er örlítið á eftir í þeirri deild en ekkert sem skemmir fyrir því.
Lítið mál að uppfæra Pockerlader tækið og skipta út hinni ástkæru þýsku sem kemur með því, ég er reyndar ekki enn búinn að því ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Agust »

Ég á tæki sem heitir Simprop Intelli Control V3.1. Mjög fjölhæft og auðvelt í notkun. Bæði LiPo og LiIo, auk NiCd og NiMh. Er með viftu þannig að það er enginn 50W þröskuldur.

Það merkilega er að það er ekki lengur framleitt. Vantar annað gott LiPo tæki

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Agust »

Þessi tvö tæki eru glettilega lík. Triton er 5A en Simprop 7A. Spurning hvort ég skelli mér á Simprop Intelli Speed.

Ég fann leiðbeiningarnar á netinu fyrir Triton Jr. Þar kemur fram að það er takmarkað við 63W við hleðslu á LiPo. Það jafngildir 3,8A fyrri 4 sellu LiPo. Nægir akkúrat fyrri míar núverandi rafhlöður.

Nú, svo fann ég þetta einhvers staðar um Simprop: Ladestrom bis 7 Ampère (max. 63 Watt).

Sem sagt, bæði tækin 63 wött eða 3,8A þegar 4 sellu LiPo eru hlaðnar og 5A þegar 3 sellu LiPo eru hlaðnar.
Þá vitum við það.

Triton hjá Tower $75
Simprop hjá Hobby-Lobby: $100
Simprop hjá Lindinger: €70 http://shop.lindinger.at/index.php?cPat ... 86884cddf9





Mynd

Hjá Hobby-Lobby stendur þetta um Simprop tækið:
4-1/2" x 3-1/2" x 1-1/4". Charges 1-5 Lithium cells, 1 to 14 NiCad or NiMH cells. Versatile and powerful charger with a charge rate of up to 7 amps. Micro-processor controlled fast charger, discharger and battery conditioner for Nicad, NiMH, Lithium Polymer, Lithium Ion and Lead Acid batteries. Connects to any 12-volt battery or power supply. Easy to navigate menu structure quickly and clearly gets you ready to charge. Illuminated digital LCD screen displays battery type, charge/discharge, mAh, voltage and charging time. Warnings for incorrect polarity, low input voltage, incorrect cell count and over time limit are shown on the LCD screen. Connect to battery pack with banana plugs like HLFK156 (not included).


Mynd



Á vefsíðu Tower-Hobbies stendur þetta um Triton Júníor:


NOTES FROM OUR TECH DEPARTMENT
This is the ElectriFly TRITON Jr. DC Computerized
Charger, Discharger and Cycler from Great Planes.
Ideal for smaller electric flight applications
including airplane and electric heli batteries,
transmitter and receiver batteries and field batteries.

FEATURES: Charges 1-14 Nickel-Cadmium or Nickel-Metal Hydride cells,
1-4 Lithium-Polymer or Lithium-Ion cells (LiPo or Li-Ion),
or 2-12V lead-acid batteries (Pb)
Precision "Zero DeltaV" Peak Detection for NiCd and NiMH batteries
"Constant Current/Constant Voltage" charge method for Pb and LiPo/
Li-Ion batteries
0.1 - 5.0A adjustable Charge Current, limited to 1C rating for LiPo
batteries
0.1 - 1.0A adjustable Discharge Current
Automatically sets TRICKLE Charge Current at 1/20th the Fast Charge
current setting (NiCd/MH only)
Adjustable Discharge Cutoff Voltages for NiCd/MH, pre-set voltages
for Pb and LiPo/Ion
Cycles NiCd and NiMH batteries from 1 to 5 times
Durable membrane touchpad input controls, and very simple
programming menu
Easy to see, 32 character (2x16) LCD with blue back-lighting that
displays Input and Output Volts, Peak Volts, Average Discharge
Volts, Charge and Discharge Capacity, Currents and Time, and Error
messages
Status screen constantly updates Capacity, Battery Voltage, Current,
and Time during use
Audible beeper aids in programming and notifies of function changes
Safety features include Fast Charge Safety Timer, Current Overload
and Reverse Polarity Protection
Small and lightweight, with a rugged extruded aluminum case for
long-lasting durability and excellent heat dissipation
One year warranty

INCLUDES: (1) TRITON Jr.
(1) Instruction Manual

REQUIRES: Charge lead with banana plugs to match your battery pack connector.

SPECS: Input Voltage: 11.0 - 15.0V DC
Input Connections: Large alligator clips
Number of Outputs: One
Battery Types, # Cells: 1-14 NiCd/MH
1-4 LiPo or Li-Ion (3.6 or 3.7V cells)
2, 4, 6, 8, 10, 12V Pb (2V per cell)
Fast Charge Current: 0.1-5.0A NiCd/MH (0.1A step, 63W max.)
1C rating LiPo/Li-Ion (63W max.)
Fast Charge Termination: "Zero deltaV" Peak Detection NiCd/MH
"CC /CV" for Pb and LiPo / Li-Ion
Peak Sensitivity: 8mV fixed NiCd, 5mV fixed NiMH
Peak Delay at Start: 3 minutes fixed
TRICKLE Charge Current: Charge current/20 (NiCd/MH only)
Fast Charge Safety Timer: NiCd/MH 1.5 hours, LiPo and Pb 2 hours
Thermal Cutoff: Not available
Discharge Current: 0.1-1.0A (0.01 step, 5W max)
Discharge Cutoff Voltage: NiCd/MH 0.1-16.8V (0.1 step)
Pb fixed at 1.8V per cell
Li-Ion/LiPo fixed at 3.0V per cell
Cycle Count: 1 - 5 cycles
Battery Memories: One
Programming Controls: Membrane touchpad, 4 buttons
Display Type: 2 x 16 LCD, blue backlight
Displayed Info: Input and Output Volts, Peak Volts, Average Discharge
Volts, Charge and Discharge Capacity, Currents and Time, Errors
Audible Indicators: Beeper
Output Connectors: Banana jacks
Case Material: Extruded aluminum
Current Overload: 10A spade fuse
Case Size: 4.7 x 3.6 x 1.2 in (118 x 92 x 30mm)
Weight: 13.1oz (371g)

COMMENTS:Although not mentioned in the instructions,the TRITON Jr. does have
a 2 hour safety time limit on Lead (Pb) and LiPo batteries.
*updt*
jxs 5/11/06
EEW 8/24/06
updt wm 1/23/06

Click here for Units of Measure Conversion Calculators
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Agust »

[quote=Sverrir]Mjög notendavænt viðmót á Infinity tækinu, Pockerlader er örlítið á eftir í þeirri deild en ekkert sem skemmir fyrir því.
Lítið mál að uppfæra Pockerlader tækið og skipta út hinni ástkæru þýsku sem kemur með því, ég er reyndar ekki enn búinn að því ;)[/quote]
Er hægt að skipta um minniskubb sjálfur í Infinity, eða þarf að senda tækið út? Fékk mitt hjá Þresti fyrir nokkrum árum.
Ég á svipað tæki, en það er ekki fyrir Lithium.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Sverrir »

Þá þarftu að senda það út. Ef þú gerir það mundu þá að taka fram að þú viljir hafa það á ensku en ekki þýsku.
Hef heyrt af nokkrum í Bretlandi sem sendu sín tæki í uppfærslu og fengu þau aftur með þýskri uppsetningu. :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LiPo hleðslutæki

Póstur eftir Agust »

Spurning hvort það svari kostnaði að láta uppfæra það.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara