Klukkan 5 að morgni var lagt af stað keyrandi til norðurhluta Wales en áfangastaðurinn var Pwllheli (borið fram petellý). Eftir um 5 tíma keyrslu komumst við á leiðarenda en við gistum á frístundasvæði við Penrhos, sennilega með skárri nöfnum á svæðinu, en þarna mátti finna tungubrjóta eins og Rhyd-y-clafdy, Efailnewydd og Llanystumdwy svo fátt eitt sé nefnt.
Vindáttin var rétt fyrir flugsvæði sem er kallað Hells Mouth svo við drifum okkur þangað en eins og sjá má á myndunum þá vorum við ekki þeir einu sem vorum í fluggír á þessum slóðum. Svo var mikið flogið fram eftir degi.
Maggi þú verður að drífa þína í loftið!
Gústi þú líka!
Þetta er vélin sem var í einum jólaþættinum af Toy Stories, áhugasamir geta séð hann í næstu Hreiðursheimsókn.
Þetta er SZD-20X Wampir II, hönnuð og smíðuð 1959 í Póllandi. Ekki sú skemmtilegasta á flugi en lítur öðruvísi út!
Steve og Andy í samflugi.
Stórir strákar þurfa mikið nesti, Cornish pasty til bjargar.
þetta hefur rosalega gaman ,og tala nú ekki umm að sjá ASW 20 frá hangar9. sem er ekki til hjá þeim í bili.og þú fékst að fljúa ASW 27 5m ekki satt´. kv Steini litli málari