Re: Kerfisbreytingar vegna ruslpósts
Póstað: 15. Maí. 2007 18:54:17
Ef menn hafa fylgst með nýskráningum hér á spjallinu í gegnum tíðina þá hafa þeir eflaust tekið eftir torkennilegum notendanöfnum sem hafa birst hérna en svo horfið skömmu síðar(þegar ég hef eytt þeim). Hingað til hafa þetta bara verið skráningar en í síðustu viku kom fyrsti pósturinn frá svona ruslasendara, í framhaldi af því setti ég upp smá síu sem skoðar innihald pósta áður en þeir birtast og ef það er eitthvað skrýtið að seyði þá er viðkomandi póstur settur til hliðar þangað til ég get litið á hann og staðfest hvort hann sé í lagi eiður ei.
Miðað við það magn sem hefur komið þessa 5 daga þá efast ég ekki um að sían fór upp á réttum tíma. Á þessum 5 dögum síðan sían var sett í gang þá er hún búin að sýna rétt tæplega 90% virkni, 2 saklaus skeyti töfðust í smá stund. Ég efast ekki um að þessi tala eigi eftir að hækka á næstu misserum ef fram heldur sem horfir.
Vonandi veldur þetta ykkur ekki vandræðum en ég held að það geti allir verið sammála um að við viljum ekki að spjallið fari að fyllast af einhverju rusli þó það geti kostað smá tafir annað slagið.
Hér má sjá dæmi póst sem hefur verið stoppaður(kl.18:31 í dag).

Miðað við það magn sem hefur komið þessa 5 daga þá efast ég ekki um að sían fór upp á réttum tíma. Á þessum 5 dögum síðan sían var sett í gang þá er hún búin að sýna rétt tæplega 90% virkni, 2 saklaus skeyti töfðust í smá stund. Ég efast ekki um að þessi tala eigi eftir að hækka á næstu misserum ef fram heldur sem horfir.
Vonandi veldur þetta ykkur ekki vandræðum en ég held að það geti allir verið sammála um að við viljum ekki að spjallið fari að fyllast af einhverju rusli þó það geti kostað smá tafir annað slagið.
Hér má sjá dæmi póst sem hefur verið stoppaður(kl.18:31 í dag).
