Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Að hnýta hnút getur virst lítilfjörlegt og auðvelt. Flestir leiða þó ekki hugannað því hversu einn hnútur getur skipt sköpum í lífi fólks. Hvernig vel hnýttur hnútur getur bjargað mannslífi og á móti, hversu mikilli ógæfu illa hnýttur hnútur getur valdið.

Það eru ekki margar stéttir manna hverra heiður liggur í því að geta hnýtt örruggan hnút, sjómenn eru að sjálfsögðu ein slík stétt en færri vita að skurðlæknar verða að geta hnýtt fullkomlega örugga hnúta.
Ég ólst upp við mikla virðingu fyrir hnútalistinni og í skátunum voru fáir sem skákuðu mér í hnúta- og splæsingalist. Þótt flokksforinginn hafi síðar gerst klám-ritstjóri þá er það önnur saga og þið verðið að trúa mér, það var fagmennska í þeim flokki.

Síðar hef ég lagt minn faglega heiður í að kenna og ástunda fullkomna hnútalist í mínu fagi. Um það geta ótal unglæknar vitnað, sem farið hafa utan til frekara náms að ég hef lagt alla áherslu á vönduð vinnubrögð að þessu leyti.

En nú er þessi heiður þrotinn. Æra mín er fyrir bý. Ég hef gerst sekur umm hinn eina og endanlega glæp hnútalistamannsins, að hnýta illa gerðan hnút.

Í gær kveldi eftir yndislegt kvöld að Hamranesi við hinar skemmtilegustu flugæfingar, flýtti ég mér að ganga frá flugtygjunum.
Vegna plássvandræða hef ég fundið þá snjöllu lausn að hengja ýmislegt plássfrekt neðan í bílskúrsloftið svo sem reiðhjól og flugtygi.
Í þetta sinn notaði ég í kæruileysi svo kallaðan "réttan hnút" til þess að bregða snærinu utanum efri vænginn á Ultumate tvíþekjunni góðu, rétt eins og ég sé að hann Ágúst gerir í nýja flugskýlinu sínu við svipaða vél:
Mynd


Venjulega nota ég hnút sem kallast pelastik til þess að hnýta svona lykkjur en í þetta sinn brá ég sem sagt "réttum hnút" og í þokkabót lauslega, án þess að gæta að því að tampurinn var trosnaður og stuttur, sem eflaust átti sinn þátt í þeirri ógæfu sem síðar dundi yfir.

Nú,,, í dag, eftir alveg sælgætisgóða Hrefnusteik fór ég út í skúr til að huga að rafgeyminum í Ultimate og hugðist fíra henni niður úr loftinu og "sækla" rafhlöðuna í henni, sem orðin er eitthvað þreytt held ég.
Nú ég byrja að losa bandið þar sem það er hnýtt fast og um leið og ég byrja að fíra vélinni niður, gefur hnúturinn sig og þessi ágæta vél skellur á gófið úr um tveggja metra hæð.
Mynd


Mynd
Mynd

Til allrar hamingju er þetta vel viðgeranlegt:
Mynd

Jáhhááá.. þá er bara að far að gera við... enn eina ferðina....
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir kip »

Æji þetta hefur verið gremjulegt
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir Sverrir »

Ææ, alltaf leiðinleg þessi bílskúrskröss :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir einarak »

Það kemur upp í huga mér setning sem einn félaginn lét uppúr sér eitt sinn á sandbreiðunni við Hrafnagil í Eyjafirði um árið þar sem att var til kappaksturs þar til gerðra kappakstursbíla, þegar einn bíllinn snérist hálfhring af leið, kútveltist fleiri veltur og tætti allt lauslegt utan af bifreiðinni í allar áttir; ÞETTA MÁ LÍMA...!
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir Messarinn »

Já Björn svona kallast á slæmri Íslensku "BÖMMMMMER"
Ég finn sko til með þér. :(
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þakka samúðina félagar. Skemmdirnar á vélinni eru viðráðanlegar og hefði þetta gerst við heiðarlegar flugathafnir þá hefði maður sennilega bara verið stoltur af að ekki hefði verr farið.... en að verða fyrir þeirri niðurlægingu að krassa í bílskúrnum vegna lélegrar hnýtingar :(

Ojæja.
En vitiði hvað var það fyrsta sem kom upp í hugann? Hehe... Það var hugsunin: "hvað get ég nú fengið mér skemmtilegt í staðinn fyrir þennan flísahaug"


:D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir Sverrir »

Tja, fjögurra hreyfla Herkúles, þykist vita að Þröstur eigi einn svoleiðis handa þér ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir Haraldur »

Ég vona að það sé betri hnútar notaðir þegar þú tjaslar mann saman á lasarettinu.
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir Siggi Dags »

Úff fúlt krass!

En má laga :)
Kveðja
Siggi
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Ég er niðurbrotinn maður og smáður!!!

Póstur eftir Agust »

Leitt að sjá hvernig vélin fór. Lenti sjálfur í svipuðu fyrir mörgum árum, en þá slitnaði bandið fyrirvaralaust.

Það er sko alls enginn rembihnútur notaður á efstu myndinni. Ekki heldur snæri. Ef grannt er skoðað sést að Stearman er hengdur upp í 1,5 mm ídráttarvír; gulgrænan jarðvír. Enginn hnútur, bara snúið örlítið saman.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara