MVVS bensínmótorar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: MVVS bensínmótorar

Póstur eftir Agust »

Sælir

Ég frétti úti á velli að menn hefðu verið í vandræðum með MVVS bensínmótor.

Hér er mjög langur umræðuþráður um þessa mótora:

http://www.rcuniverse.com/forum/m_10798 ... ey_/tm.htm

Reyndar er mest fjallað um MVVS 1.60, en alls ekki engöngu.

Einn sá virkasti í þessu spjalli er hollenski umboðsmaður þessara mótora, Pé Reivers. Hann hefur gefið mörgum góð ráð. Vefsíða hans er http://mvvs-nl.com og http://home.wanadoo.nl/pereivers/home.html

Ég var að tilkeyra áðan úti í garði MVVS 1.60 (gamla gerðin með gömlu kveikjunni). Spaðinn er JustEngines Carbon 18x8 og hljóðkútur er þriggja hólfa ómpípa (tuned pipe) frá JustEngines. Mótorinn fór nánast strax í gang og gekk hreinlega betur en nokkur klukka. Ég hef eiginlega ekkert hreyft við stillingum á blöndungnum ennþá. Pípan er frábær hljóðdeyfir. Ekkert hljóð kemur frá útblæstrinum, aðeins frá spaðanum og etv. innsogi og skrölti.

Bestu kveðjur

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara