Adrenaline 120

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sælir félagar.

Löngunin til að geta flogið fallegar, klassiskar listflugsæfingar hefur alltaf verið til sterk hjá mér en hingað til hefur mér þótt ég bara vera á byrjendastiginu. Það var fyst í fyrrasumar sem mér fór að takast að lenda skammlaust en núna finn ég að ég þarf að ég ætti að geta farið að takast á við gamla drauminn, að læra í alvörunni að fljúga "eftir teikningum".
Imagine vélin mín frá Thunder Tiger gat skilað talsvert góðum hreyfingum en fyrst og fremst var hún of lítil. Hún fórst í fyrrasumar og síðan þá hef ég verið að manna mig upp í nýja í sama dúr.
Ný vél varð sem sagt að vera stærri og í stakk búin að fljúga beint og tignarlega. Ég skoðaði málið og þar sem Þröstur átti eina sem uppfyllti mínar óskir og passar fyrir YS 1.10 mótorinn minn þá var málið klárt.

Adrenaline 120 heitir hún frá YT international. Þessi vél hefur verið til nokkuð lengi en nýlega kom endurbætt útgáfa. Vélin var talsvert vinsæl og skv Þresti og netblaðrinu er hún talin í betri klassanum. Hún er hönnuð til að bæði skila klassísku "pattern" flugi en einnig geta tekist á við kröftugt "Freestyle" (3D) flug ef notuð eru aukin útslög á stýrisflötum. Þessi er með 1,72 metra vænghaf en einnig er til 2 metra útgáfa af sömu vél.

[quote]Mynd
New and improved version plus brand new colour scheme
The Best ARTF " True Freestyle " Pattern Model.2 models in 1 perform extreme freestyle maneuvers with ease... Then flick the rates for precise F3A flying.
Feel the adrenaline running through your veins.
The Adrenaline was designed to fulfill the massive demand for a model that could excel at Pattern, Freestyle and 3d Flight. Large control surfaces, generous wing area and precision wing and tail sections all coupled with an overall light weight make for a model that is stunningly capable no matter what the piloting skills of the owner.
From the offset we wanted a model that gave outrageous performance but without compromising airframe strength. The adrenaline really a model that you can enjoy again and again! Designed in England with Ali Mashinchy who is the U.K. freestyle champion 2 years running, and undoubtedly one of Britain's finest display pilots.
This stunning aircraft has the major advantage of being one of the few models that you can perform some wild 3D maneuvers with on high rate and then with just the flick of the rate switch go ahead and fly a pattern routine as slow and precise as you like.


[/quote]
Ég veit ekki hvort ég nenni að koma hér á skerm fullri smíðalýsingu en ég skal reyna að sýna ykkur það helsta.

Nú... þetta er nokkuð góður ARFi sýnist mér, klæðning og frágangur ágætur og smíðin létt og sterk.
Allt heilt í kassanum þótt hann hafi greinilega orðið fyrir nokkru hnjaski og blotnað í annan endann einhvern tíma. Sá endi inihélt uppfyllingu svo það kom greinilega ekki að sök.

Einn stór ljóður er á, að fylgihlutirnir, smádótið er í einu orði sagt drasl. Klént og lélegt. Það er líka auglýstur fylgihlutapakki með gæðadóti sem seldur er sér en ég hef ekki tíma til að panta svoleiðis svo ég nota sennilega það sem ég á úr fyrri vélum.

Eins og allir ARFar þá þarf að strauja yfir en annars er hún vel klædd og frágengin. Kálíngin er fallega lökkuð og létt. Engin neftrjóna fyl´gir svo ég tók með eina flotta úr áli.
Ég hef nú orðið reynslu af einum fimm-sex ARfum og mikið ósköp eru leiðarvísarnir misjafnir. Til allrar hamingju þá var minn fyrsti sá allra besti. Það var U-Can-Do .46 frá Great Planes. Sá leiðarvísir var nánast kennslubók í ARFasmíði og ef ég hefði ekki fengið þann lærdóm í upphafi þá hefði eftirleikurinn orðið þyngri. Mér fannst leiðarvísirinn frá Protech afleitur en það er greinilega hægt að gera verr því sá sem fylgir þessari annars fallegu vél sem hér um ræðir er skelfilegur!!!
Þeir hafa greinilega haft Lego-leiðarvísana sem fyrirmynd en tekist herfilega. Svo er leiðarvísirinn greinilega ekki endurnýjaður frá fyrri útgáfu vélarinnar þótt mikilvægum hlutum hafi verið breytt. Fyrsta verkefnið sem ég lýsi (mótorfestingin) er einmitt versta dæmið þar um.
Reyndar fylgja tvö laus blöð í kassanum. Annað á greinilega að koma í staðinn fyrir eina síðuna í bæklingnum, hitt eru ýmis ráð og úrbætur frá Ali Mashinchy sjálfum

Í leiðarvísinum er fjallað um ásetningu stjélfjaðra og mestalla skrokkvinnuna áður en kemur að ásetningu mótors. Reynslan hefur þó kennt mér að auðveldara er að klára mótorfestingarnar að minnsta kosti áður en stélið er sett á. Aðalástæðan er að maður þarf að geta hreyft skrokkinn heilmikið og það er svakalega gott að geta stillt honum upp á endann en það er ómögulegt ef búið er að festa hliðarstýrið.

Gamla útgáfan virðist ekki hafa verið með neinn skáa á eldveggnum en á þessari er um 1,5 til 2 gráða hægrihalli eins og á fleiri góðum ARFamódelum sem ég hef smíðað. Það þýðir að ef mótorfestingin er sett akkúrat á miðjuna eins og sýnt er í bæklingnum:
Mynd
Mynd

þá endar hreyfilöxullinn vel til hægri við miðju og káflíngin passar ekki. Káflíngin er með smá halla á trjónuplötunni til að spinnerinn liggi fallega með þennan átakshalla.
Eldveggurinn er með gati fyrir eldsneytisgeyminn í miðjunni og kross sem merkir miðjuna. Það er ekki alveg hlaupið að því að finna rétta staðinn á eldveggnum fyrir mótorfestingarbitana en ég ákvað að taka nútíma tækni í þetta og æddi út í Húsasmiðju rétt fyrir lokun og keypti leisertæki eitt lítið á tilboði fyrir tæpar 3þús.
Mynd
á botninum er sterkt segulstál og tilvalið að festa þetta á bílskúrshurðaopnarann sem hvort eð er er ekki notaður í annað:
Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það fyrsta er að festa mótorinn á bitana. Þess má geta að borstandur með skrúfstykki er ómissandi til að bora beint gegnum plastið. Leiðarvísirinn gefur upp 155mm frá eldvegg að skrúfuplötunni og það er bara að mæla út götin og "kjörna" staðsetningarnar. Hoppum yfir það og stillum leiserinn lóðrétt af með innbyggða vaterpassinu (loftbóluhallamálinu) og svo skrokknum upp á borðinu undir. Svo er hægt að bera mótorinn við:
Mynd

Eins og greinilega sést þá lenda bitarnir ansi hliðlægt á eldveggnum þegar skrúfuöxullinn er nákvæmlega á miðlínunni. Hér þarf svo aðstoðarmann til að hjálpa sér að strika við þegar maður er búinn að stilla þetta allt nákvæmlega af.

Hæðin á mótornum er einfaldlega stillt þannig að öxullínan, er stillt á láréttu miðjulínuna en til þess eru lítil strik á mótorbitunum sem sýna öxullínuna:

Mynd

Svo er allt stillt af samkvæmt strikuninni og bitunum tyllt á eldvegginn með sýrulími. Það má alveg láta góðan slatta renna undir þá.

Hérna er það sem ómissandi er að geta stillt skrokknum upp á endan með frauðplast undir.
Næst tékka ég aftur nokkrum sinnum að mótorinn hafi lent a réttum stað, bæði með leisernum og með því að halda langri réttskeið (reglustiku) við skrokkhliðarnar sitt hvorum megin og mæla fjarlægðina að skrúfuöxlinum en hún á að vera sú sama báðum megin.

Svo er mótorinn skrúfaður af bitunum (varlega svo tylli-límíngin gefi sig ekki) svo maður komist að til að bora götin í eldvegginn, hér með 3mm bor sem passar í götin á bitunum:

Mynd

Extra langir borar fást víðast og eru ómissandi amk í stærðum 3-5mm

Þá eru bitarnir "brotnir" af en sýrulímið festist ekki sérlega vel á plastinu:

Mynd

Þvi næst eru götin í eldveggnum stækkuð í 5.5 mm, gaddarónum(e. Blind nuts) komið fyrir innanfrá og bitarnir skrúfaðir á með skífum og öllu.
Seinna mun ég tryggja skrúfurnar með gengjulími en vil ennþá geta tekið þetta af.
Enn einu sinni prófar maður hvort allt hafi lent á réttum stað. Hér er kálíngin svo rúmgóð að maður getur mátað hana beint utanum allt klabbið án þess að þurfa að lokka úr götin fyrir heddið og fleira.
Allt smellur á réttan stað og hér er leiserlínunni brugðið á til að sýna að þetta lenti bara þokkalega:

Mynd

Ég margmældi hallann á eldveggnum með gráðuboga og fékk út að hann er um 1,5 til 2 gráður aðeins. Samt lendir mótorfestingin svona langt til hliðar.

Mynd

Næst verður það líklega vængfrágangur með sýrulímslömum.

Bless í bili
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Offi »

Þetta er alveg magnað hjá þér, ekki síst með lasertækið! Spurning um að ég fái mælingadeildina hjá Hnit til að fara yfir mótorfestingarnar á Edge! :D
Hlakka til að fylgjast með þessu hjá þér! Sýnist þú ætla að snara þessu af á korteri.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Sverrir »

Lofar góðu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sverrir.. geturðu nokkuð kíkt við hjá mér í kvöld og hjálpað mér að vígja káflínguna ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Sverrir »

Ég er svo bundinn í kvöld að það er ekki einu sinni fyndið :/

En ég get skotist í kringum hádegið ef þú ert heima við ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Gaui »

Björn: Gargandi snilld þetta með leisreinn! Ég er lengi búinn að gæla við þá hugmynd að fá mér leiser, en ekki fyrr en nú fundið góða ástæðu ;)

Haltu áfram með lýsinguna svona eins og þú er byrjaður -- þetta er frábært.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hver hluti þessa ARF-a kom í plastpoka sem var innsiglaður Kannski var það þess vegna sem hún lifði af rakaskemmdina á kassanum. Eitt stig fyrir YT verksmiðjuna fyrir frágang í kassanum.
Nú passar að takast á við vænginn. Lamirnar sem fylgja eru svokallaðar sýrulíms-lamir sem má lýsa sem sveigjanlegri nælonþynnu með loðnu yfirborði, gert til þess að sjúga í sig þunnan sýrulímsvökvann og draga hann inn í rifuna.
Eins og stundum tíðkast eru lamirnar í raufunum eins og það kemur í kassanum en það er ekki sniðugt að skella líminu beint á.
Mynd

Til þess að tryggja betri festu þeas að límið renni betur inn í raufarnar lærði ég eftirfarandi aðferð af U-Can-Do bæklingnum sem minnst er á í upphafi. Maður byrjar á að merkja lauslega hvar lamirnar sitja í. 0,5mm tússpenni er ómissandi í allri módelsmíði og maður þarf að eiga nokkra því maður týnir alltaf ands... hettunni.
Mynd

Næst þvær maður sér vandlega á höndunum og skolar fingurna úr spritti. Þetta er til þess að minnka fituna því það er ekki gott að handfjatla sýrulímslamirnar með fitugum fingrum. Fitan eyðileggur sogkraftinn í hárunum. Maður getur líka notað hanska sem fást í kössum í Rekstrarvörum en svo pjattaður er ég ekki. Ég mæli þó með því að nota slíka þegar maður meðhöndlar epoxí.
Því næst fjarlægir maður mjóa rönd af plastfilmunni sitt hvorum megin við rifuna. Til þess þarf maður hárbeitta hnífsegg. Hér nota ég skurðlæknahníf með blaði númer 11. Maður tekur nýtt blað áður en maður byrjar á svona. Það gerir ekkert til þó balsinn verði ber, sýrulímið á eftir að loka honum. Þetta gerir maður alls staðar, báðum megin svo katurinn á filmunni hindri ekki flæði límsins.
svona hníf og blöð er hægt að fá á neðri hæðinni í Pennanum Hallarmúla, listamannadeildinni. Þær eru með þetta oní skúffu.´Alltaf nota töng þegar maður skiptir um blað!!!! Þetta er svaðalega beitt.
Fyrir þa´sem ekki eru með svona þá er rakvélarblað sem maður brýtur í tvennt besti kosturinn.
Mynd
Mynd

Þessu næst bora ég í miðja rifuna með 2mm bor til þess að skapa rennu fyrir límið svo það geti betur runnið langt inn í rifuna áður en það sogast inn í balsann. Eftir borunina er gott að renna hnófsblaðinu um rifuna til að auðveldara sé að koma lömunum inn. Munið að maður vill handfjatla þær sem minnst.
Mynd

Svo set ég nál gegnum miðja lömina. Þetta er til þess að hún ýtist ekki langt inn öðrum megin og festi illa hinum megin þegar hlutunum er rennt saman. Sverrir mælir með hér fyrir neðan að maður kríti með vaxlit þannig að miðjan á löminni sem er á milli vængs og barðs haldist mýkri. Ég gerði það ekki hér og eru tvær ástæður fyrir því. Annars vegar er erfitt að fá mjóa vaxlínu og ég er hræddur um að hún geti tafið hið mikilvæga flæði inn í rifuna ef vaxlínan er of breið. Hin ástæðan er að límið sem ég nota er sveigjanlegt "Insta-Flex" lím sem er sérhannað fyrir þetta. þriðja og fjorða ástæðan er að ég nennti ekki að leita að vaxlit :)
Mynd

Áður en maður setur hlutina sman er afbragðsgott að strauja filmuna vel niður þar sem erfitt verður að komast að seinna. Þetta geri ég með straujárninu á heitu stillingunni.
Mynd

Ef rýnt er í myndina að ofan þá er hitastillingin í botni á "cotton" en það er greinilega hættulega heitt því ég sá bólu á svörtu röndinni og brá járninu af rælni á hana með þessum afleiðingum. Þetta er nú ekki það versta en mður getur lent í ferlegum hremmingum þegar svona kemur fyrir og því er aldrei of varlega farið þegar maður strauja yfir ARFa, sérstaklega mynstur og skraut því það er stundum sett saman með tæpum samskeytum og ef það dregst svona til þá getur það orðið mjög ljótt og erfitt að gera við. Rétta silllingin á þessu gamla ferðajárni er á "wool" um það bil"
Mynd

Nújæja... þegar maður er búinn að pilla þessu saman kemur nálin í veg fyrir að lömin ýtist of langt inn öðru megin. Það gerir minna til þó lömin snúist eitthvað.
Mynd

Svo kemur stóra stundin. Maður á skilyrðislaust að nota þunnt sýrulím sem rennur eins og vatn. 6-7 dropar amk hvoru megin svo það sogist vel inn. Alls ekki nota "kicker" (úða sem stundum er notaður til að flýta hörðnun sýrulíms).
Þetta Insta-Flex er ég að nota í fyrsta skipti og það virkar fínt. Stærsti kosturinn er kannski að það er ekki alveg þunnfljótandi og því minni hætta að missa dropa útfyrir eins og erfitt er að koma í veg fyrir með allra þynnsta límið. Maður verður að vera með allt tilbúið og búinn að stilla barðið af svo það rekist hvergi í. Svo sveigir maður það fram og tilbaka svo lamirnar séu ekki of djúpt inni og maður missi fullt útslag. Gott að hafa aðstoðarmann.
Pappírsservíettu þarf við hendina ef dropi byrjar að renna út á klæðninguna. Þá fangar maður hann bara lauslega með horni á pappír. Ekki reyna að þurrka því þá makar maður bara verr út. Aceton getur maður svo notað til að hreinsa upp sýrulím sem fer útfyrir. Allavega á Oracover og skyldum filmum. Veit ekki með þessa, held að hún sé með Monokote. Það er bara að profa acetonið einhvers staðar þar sem ekki gerir til þó filman bráðni.
Mynd

Nú þá er komið að því að setja stýrisvélina í. Brunnurinn er til staðar undir filmunni og maður finnur hann og sker filmuna þannig að ca 3mm séu útaf sem maður straujar niður.
Mynd

Neðaná smíðaborðinu hjá mér hangir langur stífur vír með krók á endanum til þess að veiða snúruna gegnum vænginn. Það er auðvelt í þessum væng og snúran í Hitec srvóinu nær sennilega nógu langt.
Maður setur gúmíin fjögur í og litlu látúnsrörin fara í neðanfrá. Svo er bara að skrúfa servóið í með fjórum servóskrúfum.
Mynd

Hérna sést ein Bling-græjan mín sem ég keypti frá USA í fyrra eitt kvöldið eftir góða steik og rauðvín. Þó hún hafi kostað um 140$ þá er hún allra peninganna virði ef maður er að gera mikið af flugvélasmíði.
Í fyrsta lagi þá prógrammerar hún Hitec Digital servóin sem við eigum slatta af. Hitec er bæ ðö vei orðin uppáhaldsvörumerkið mitt í servóum.
Í öðru lagi þá getur maður mælt spennuna beint í móttakaranum og einnig mælt púlsana sem móttakarinn gefur frá sér á hverri servórás.
Enn notadrýegra er að hægt er að prófa hvaða servó sem er á marga mismunandi vegu og ganga úr skugga um að þau séu í lagi. Ágætur leiðarvísir.
Í þessu tilviki er ég einfaldlega að bregða tækinu við til þess að miðjustilla servóið. Skelli svo arminum á og málið er klárt. Engar ágiskanir um hvar miðstillingin er eða bauk við að tengja móttakar og batterí og finna fjarstýringuna. Maður tengir Hitec Servo Programmerinn, kveikir á og velur að hann gefi 1500 stuð á sekúndu... basta.
Mynd
Nújæja hvernig fer maður að því að bora rétt gegnum vængbarðið sem er kíl-laga??? Ég ætla að nota arm (e. control horn) sem ég var með í U-Can-Do-inum og byuggir á einni skrúfu sem borað er fyrir.
Hjörtur Geir bjó til þetta skrapalón. Maður teiknar sem sagt þversnið barðsins, teiknar miðlínuna og svo rétt horn á hana. Klippir þetta út og brýtur blaðið eftir kantlínunni og hókus pókus... maður er koinn með mát til að stilla borinn eftir. Einmitt gott að nota langan bor til að geta lænað þetta upp
Mynd
Mynd

Svo er að muna eftir dropa af rauðu gengjulími. Það er kannski varlegt að treysta litnum. Hann getur verið mismunandi eftir gerðum en það sem maður notar á að vera af veikustu gerð eða "svag" svo máur nái þessu nú sundur og geti endurnýtt drallið.
Mynd

Svona lítur svo stýringin út. Hornið er um það bil út frá miðjum servóarminum til að gera ráð fyrir ferli hreyfingarinnar. ´Hér sé ég að ég á eftir að setja bút af eldsneytisslöngu til að tryggja gaffalinn (e. clevis) Þó hann sé úr málmi og svaðalega stífur að opna þá er alveg magnað hvað getur gerst í þessum bransa.
Mynd

Til að festa vænginn á skrokkinn er í fyrsta lagi stærðar álrör. Flottustu módelin eru með koltrefjarör (miklu léttari) og hægt er að sérpanta svoleiðis fyrir einhvern pening. Svo eru skrúfa og pinni. Maður þarf sjálfur að bora 6 mm göt fyrir þau.
Mynd

Í gömlu útgáfunni hefur verið svona skrúfa í fremra gatinu og þessi plastró sem er úr einhvers konar linu eða stökku plasti sem eiginlega molnar ef potað er í það. Kannski á það að gefa eftir ef eitthvað kemur upp á en það finnst mér óþarfa varkárni. Allavega fylgir þetta með en í kassanum lá líka poki með öðru setti sem útbúið er með slöngubútum eins og sést á þeim neðri á myndinni. Líklega hafa einhverjir kvartað yfir að plastróin hafi skrúfast af og Ali fundið upp að láta menn setja slöngubút uppá eftir rónni þegar sett er saman fyrir flug. Aukaleiðbeiningar eru með sem lúta að þessu.
Allavega eru tvö sett af svona boltum til ílímingar og nokkrar aukarær þannig að ég ákvað að skella skrúfu í að aftan líka í staðinn fyrir trépinnan sem fylgdi. Svo strikaði ég á boltana sem mér reinaðist til að ættu að standa 2 cm út úr vængnum.
Mynd

Þegar allt var tilbúið og búinn að prófa boltana í götin blandaði ég 30 mínútna epoxí, makaði innaní götin og stakk boltunum í og á leiðinni inn fékkk raufin í botlunum smá epoxífylingu með sér.
Mynd


Þar með var verkefni kvöldsins lokið.
Næst huga ég kannski að eldsneytistankinum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir maggikri »

[quote=Gaui]Björn: Gargandi snilld þetta með leisreinn! Ég er lengi búinn að gæla við þá hugmynd að fá mér leiser, en ekki fyrr en nú fundið góða ástæðu ;)

Haltu áfram með lýsinguna svona eins og þú er byrjaður -- þetta er frábært.[/quote]
Gaui. Það er hægt að fá svona ódýra lasera í ódýru verkfærabúðunum eins og Verkfæralagernum. Þeir eru þræl sniðugir t.d eins og á þessari mynd þar sem taka þarf þyngdarpunktinn á flotvélum. Það er aldeilisspan á Birninum. Hann æðir áfram með látum.
Mynd
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Húsasmiðjan seldi mér leisinn á "tilboði" á tæpar 3000.

Líklega var ég að bulla í gær þegar ég gaf í skyn að miðjutíðni servómerksins væri 1500 rið (púlsar á sek.) Ætli það sé ekki réttara að púlsinn er 1500 míkrósekúndna langur en það þýðir uþb 666,66666 púlsa á sekúndu. Rétt skal vera rétt (ef það er það þá :/ )

Nújæja. Ég gerði heilmikið í kvöld og tók dáltið af myndum en árans myndavélabatteríið kláraðist og ég finn ekki hleðslutækið svo þið verðið bara að tryllast af spenningi á meðan....
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara