Cessna 182 frá China Models

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
teddi
Póstar: 25
Skráður: 3. Nóv. 2006 22:37:38

Re: Cessna 182 frá China Models

Póstur eftir teddi »

Sælir!

eftir að við fundum þennan ágæta ebay díler um daginn ákvað ég að panta eitt combo frá honum..

Cessnu 182, 26cc bensínmótor, 7 servó og fékk meirasegja 17x8 prop frítt með

Pósturinn kom með pakkann áðan og ég fór til dyra tilbúinn með veskið enda kostaði þetta alveg 700$ úti
en svo rétti hann mér bara blaðið til að kvitta á, rétti mér svo kassann sem var vafinn í svartann ruslapoka og sagði bless.
Ég skil það ekki ennþá, en einhvernveginn slapp þetta við tollinn...

hér koma svo myndir af græjunum
Mynd
ég bjóst ekki við að þetta kæmi 100% heilt frá hong kong, en þetta var rosarlega vel pakkað hjá honum, endalaust teipað :)

Mynd
og ókeypis proppinn þarna við hliðina :D

Mynd
mótor frá CRRC.. hef svosem aldrei séð neitt frá þeim, þetta verður spennandi tilraunverkefni :)
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Cessna 182 frá China Models

Póstur eftir Offi »

Teddi... ég panta eina í þínu nafni! Það eru ekki allir sem búa við dreifbýlistollara!!!!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 182 frá China Models

Póstur eftir Gaui »

Teddi

Þessir mótorar eru það nýjasta frá Kína og ganga undir nafninu CRRC eða THOR. Ef þeir heita THOR, þá er hausinn svartur og drifskaftið blátt. Eiga víst að vera sæmilega góðir miðað við það sem skrifað er um þá í blöðin.

Hvern þekkir þú í tollinum og hvernig getum við hinir dílað við hann/hana?

Ætlað þú að koma með gripinn á Grísará að sýna okkur hinum?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Cessna 182 frá China Models

Póstur eftir einarak »

tollurinn á eftir að gera sér spes ferð á melana til að skjóta þessa niður haha. :lol:

Annars flott vél, hver eru svona helstu mál?
Passamynd
teddi
Póstar: 25
Skráður: 3. Nóv. 2006 22:37:38

Re: Cessna 182 frá China Models

Póstur eftir teddi »

hehehe...

Cessnan er með 2,1m vænghaf og skrokkurinn er 1,6m
gert fyrir 120-140 4cycle vél.. en.. þessi bensínmótor verður flottur :)

það eru meiri upplýsingar á heimasíðu framleiðandans..

http://www.cmpairplane.com/scale/Cessna%20140Size.html

má t.d. finna flotta hreyfimynd sem sýnir hvernig á að lenda og taka á loft ;)
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Cessna 182 frá China Models

Póstur eftir Offi »

Er ekki alveg tilhlýðilegt að hafa þessa hreyfimynd af snertilendingunni hérna?

Mynd

Hreint ekki dónaleg lending!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Cessna 182 frá China Models

Póstur eftir einarak »

[quote=Offi]Er ekki alveg tilhlýðilegt að hafa þessa hreyfimynd af snertilendingunni hérna?

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 004364.gif

Hreint ekki dónaleg lending![/quote]
mín lending á 182 var nú ekki svona... eginlega það eina sameginlegt með henni og þessari sem þú sýnir er reykurinn :lol:
Svara