Síða 1 af 1

Re: Flugkvöld Flugmódelfélags Suðurnesja sumarið 2018.

Póstað: 7. Maí. 2018 11:18:54
eftir maggikri
Góðan dag.

Flugkvöldin vinsælu eru að hefjast á Arnarvelli á þriðjudögum og gert er ráð fyrir að menn mæti svona um kl. 19:00. Fyrsta verður þriðjudaginn 08.05.2018.

Ef veðrið verður leiðinlegt færa menn sig jafnvel í Arnarhreiðrið. Svo hafa menn líka bara verið að tala saman og hittast út á Arnarvelli. Þar er nú alveg fínasta aðstaða og er alltaf að batna.

Gunnarnir eru búnir að vera þarna nótt sem dag að bæta aðstöðuna og eru ekki hættir. Þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til FMS, það er nú ekkert létt að fá menn í sjálfboðavinnu nú til dags. Vá þessi aðstaða, þetta á sér varla sinn líka.

Koma svo og nota þessa fínu aðstöðu svo að við þurfum ekki að breyta þessu í flugsafn. Svo er hægt að ganga í flugklúbbinn fyrir litlar IKR: 12000.- sem er bara gjöf en ekki gjald fyrir svona aðstöðu.





Setti inn myndband síðan í fyrra á fyrsta flugdeginum.






Svona leit þetta út þann 05.05.2018. Snjór yfir öllu.
Mynd