Vel heppnaður fyrri hluti Kríumóts 2018. Flugum 3 umferðir í tímaflugi. Byrjuðum kl 18:00 og kláruðum kl 20:00
Takk fyrir gott kvöld.
Guðjón
Re: Hamranes - 6.júní 2018 - Kríumót
Póstað: 6. Jún. 2018 22:29:55
eftir Sverrir
Frábært kvöld og nóg flogið á öllum vígstöðvum! Sjö keppendur mættu til leiks og höfðu gaman af. Harðasta baráttan var um annað og fimmta sætið og óskum við Guðjóni til hamingju með árangur kvöldsins!
Frímann stakk sér til...
Formennirnir voru í heiðursstúku.
Múgur og margmenni keppenda.
Allir mættu þeir með vélar!
Niðurstaðan
Áhugasamir geta svo farið yfir útreikninga og villuprófað þar sem tölvan er jú aldrei betri en sá sem matar hana!
Stigagjöfin í kvöld.
1. umferð.
2. umferð
3. umferð
Og til gamans þá sést að röðin breytist ekki ef við miðuð bara við 2 umferðir.
Re: Hamranes - 6.júní 2018 - Kríumót
Póstað: 6. Jún. 2018 23:59:21
eftir Flugvelapabbi
Takk fyrir fraært kvold og skemmtilega keppni
Kv
Einar Pall
Re: Hamranes - 6.júní 2018 - Kríumót
Póstað: 7. Jún. 2018 10:24:38
eftir maggikri
Verður maður ekki að bæta við myndum fyrst að maður var með myndavél. Gaman að fylgjast með þessu. Takk fyrir mig. Svo kemur væntanlega video líka.
Re: Hamranes - 6.júní 2018 - Kríumót
Póstað: 7. Jún. 2018 13:01:27
eftir Agust
Þar sem ég lenti óvart inn í miðju mótinu, án flugvélar en með mína litlu Sony HX90 í vasanum, læt ég nokkrar myndir svífa inn á vefinn.
Þar sem myndavélin er með GPS sýndi hún mér þessa mynd þegar heim var komið. Þarna má sjá að ég hef tekið 31 mynd á mótssvæðinu.