Þúsund þakkir stjórn FMA fyrir frábæra flugkomu, flugkomu sem bjargað sumrinu fyrir okkur Fríðu og Simba.
Ég var orðin svo vel þveginn af rigningunni í sumar fyrir sunnan, að það má næstum segja að ég sé orðin hreinn sveinn á ný. Þetta er lengsta flugkoma sem ég hef farið á og sér ekki fyrir endan á hvenær lýkur, því hér erum við en, útfloginn og grillaður.
Komum hingað á Melgerðismela um miðnætti á fimmtudag í svoleiðis svarta þoku að ég sá varla til að stilla tölurnar á hliðlásnum sem Guðjón Ólafsson gaf mér upp nema með tvennum gleraugum og vasaljósi.
Og þokunni létti snemma á föstudagsmorgunn
Fokker Dr1 sem ég verslaði í módelbúð Sturlu út við sundin forðum daga, tilbúinn til flugs og varðhundurinn Simbi hefur góðar gætur á.
En og aftur kærar þakkir fyrir frábæra flugkomu, ljúfengan mat í grillinu og alla aðstoðina með rafmagnið og vatnið.