Re: Tungubakkar - 18.ágúst 2018 - Stórskalaflugkoma Einars Páls
Póstað: 18. Ágú. 2018 20:19:01
Það verður ekki tekið frá Einari Páli að hann virðist vera með ansi góðan samning við Kára, ekki Stefánsson, því veðrið hefur verið með eindæmum frábært síðustu árin á flugkomunni hjá honum. Þetta mun vera í 33 skiptið sem flugkoman er haldin en sú fyrsta var haldin 1985 á Sandskeiði en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar!
Hægviðri var framan af degi, bjart með stöku skýjum, en annað slagið komu uppstreymisbólur í gegn með látum og köstuðu til öllu lauslegu. Dagurinn var að mestu áfallalaus nema systir Wilgunar sem lenti illa í því fyrir norðan um síðustu helgi fékk líka að kenna á því þegar drapst á mótor í flugtaki.
Stöðugur straumur gesta var á svæðið og eflaust hefur auglýsingaherferð á Snjáldurskinnu haft eitthvað um það að segja auk þess sem flugmódelmenn voru duglegir að auglýsa atburðinn í vinahópum sínum. Ingólfur og Einar Páll buðu upp á veitingar sem voru gerð góð skil af nærstöddum. Viðstaddir skemmtu sér vel við flug fram eftir degi og voru síðustu gestirnir að yfirgefa svæðið upp úr kl. 18.


Hægviðri var framan af degi, bjart með stöku skýjum, en annað slagið komu uppstreymisbólur í gegn með látum og köstuðu til öllu lauslegu. Dagurinn var að mestu áfallalaus nema systir Wilgunar sem lenti illa í því fyrir norðan um síðustu helgi fékk líka að kenna á því þegar drapst á mótor í flugtaki.
Stöðugur straumur gesta var á svæðið og eflaust hefur auglýsingaherferð á Snjáldurskinnu haft eitthvað um það að segja auk þess sem flugmódelmenn voru duglegir að auglýsa atburðinn í vinahópum sínum. Ingólfur og Einar Páll buðu upp á veitingar sem voru gerð góð skil af nærstöddum. Viðstaddir skemmtu sér vel við flug fram eftir degi og voru síðustu gestirnir að yfirgefa svæðið upp úr kl. 18.









































