Síða 1 af 1

Re: Epoxy

Póstað: 9. Maí. 2005 10:29:40
eftir Sverrir
Þegar menn eru að vinna með epoxy þá er mjög hentugt að blanda það í plaststaupunum en athugið að þegar epoxyið er í
svona "þrengslum" þá hitnar það mjög mikið og harðnar fyrr.

Þannig að ef menn eru að vinna með epoxy sem hefur meira en 5 mínútna vinnslutíma þá gæti borgað sig að dreifa því úr
bikarnum á flatan flöt, t.d. smjörlok eða lok af ísboxi. Svo þegar búið er að nota epoxy-ið og það er harðnað á lokinu þá er
lítið mál að ná leifunum af og nota lokið aftur.

Re: Epoxy

Póstað: 9. Maí. 2005 12:11:52
eftir Agust
Gott að hafa í huga að auðvelt er að hreinsa epoxy, meðan það hefur ekki harðnað, með spritti. Nota til dæmis rauðspritt sem fæst á bensínstöðvum.

Sprittið má einnig nota til að þynna epoxylímið ef til dæmis þarf að nota glertrefjadúk vegna viðgerða. Það smýgur þá betur í gegn um dúkinn og hægt að pensla því á.