13.06.2007 - Lendingarkeppni og húsasmíði

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11465
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 13.06.2007 - Lendingarkeppni og húsasmíði

Póstur eftir Sverrir »

Flugmódelfélag Suðurnesja hélt lendingarkeppni sína í gærkvöldi og heppnaðist hún vel. Eitthvað var stífur andvari að hrekkja keppendur því ekki náðist fullt stig húsa í neinni umferð þrátt fyrir að gríðarlegir reynsluboltar á þessu sviði tækju þátt í keppninni.

Keppnin var æsispennandi og þurfti bráðabana til að skera úr um fyrsta og annað sætið en einnig sjötta og sjöunda. Úrslit urðu sem hér segir.

1.sæti - 80 stig - Magnús Kristinsson
2.sæti - 80 stig - Guðni Sigurjónsson
3.sæti - 75 stig - Eiður Erlendsson

Hægt er að lesa meira um mótið hér á spjallinu og sjá myndir á vef Flugmódelfélags Suðurnesja.

Flugmódelfélag Akureyrar er um þessar mundir að hefja byggingu á húsi við flugvöll félagsins á Melgerðismelum, reiknað er með að verkið taki skamman tíma. Hægt er að sjá myndir og lesa lýsingar frá framkvæmdunum á heimasíðu Flugmódelfélags Akureyrar.
Icelandic Volcano Yeti
Svara