Ekki ætla ég að fara að segja gömlum módelrefum til... Mér finnst bara svo gaman að grobba mig þegar ég hef fundið upp á einhverju sniðugu í skúrnum.
Um daginn fékk ég sendingu frá Turn-Tómstundum eftir þriggja vikna bið. Þar með var lítið apparat frá Frábærum Flugvélum sem heitir Fingertip prop balancer og kostar tæpa $5.
Ég hafði hingað til notast við tvö rakvélarblöð og hæfilega svert bor-skaft til þess að jafnvægisstilla skrúfurnar mínar með mismiklum erfiðleikum.
Þessi græja virkar svo sem en er ekki fyrir skjálfhenta og svolítið erfitt að halda þessu svo vel sé.
Ég sá hálfpartinn eftir að hafa ekki pantað "Bling-" græjuna með öxli sem flýtur á milli segla. Þá mundi ég eftir því að ég átti alveg magnaða litla segla sem ég hafði plokkað úr ónýtum geislaspilara. Linsan sem stýrir laser-geislanum situr í vöggu sem í er spóla og þetta flýtur milli tveggja lítilla segla. Seglarnr eru óskaplega sterkir miðað við stærð.
Nú ég prófaði að líma þá á tvær spýtur (snúa þannig að þeir dragist að hver öðrum) og festa í skrúfstykkið. Þetta svínvirkaði svo ég límid spýturnar í grind og til þess að fá hæfilegt bil setti ég uþb millimeters plastþynnu á milli öðrum megin meðan límið var að þorna. (Bara ekki nota kreditkortið. Segullinn þurrkar það út á nóinu )
og tækið í notkun:
Jafnvægisstilling skrúfublaða
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Jafnvægisstilling skrúfublaða
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Jafnvægisstilling skrúfublaða
Glæsilegt, hvað ræður þetta við stóra spaða?
Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Jafnvægisstilling skrúfublaða
Svona upp í 14 - 15" Með stærri spaða er líka auðveldara að halda á pinnanum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken