Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Það eru komnir fjórir vængir að mestu -- ýmis smáatriði eftir, eins og vængendar og hallastýri, og þá er komið að því að setja saman skrokkhliðarnar. Hér er ég byrjaður að raða saman fyrri hliðinni.

Mynd

Hér er hliðin komin saman, það sem hægt er. Hliðarnar eru svo langar að þær ná út fyrir borðið og ég þarf að hliðra henni upp á það til að klára hana að aftan.

Mynd

Á meðan eru flugvirkjarnir búnir að setja stultur undir þristinn og eru að dúlla sér við hjólabúnaðinn á honum.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Fyrri hliðin búin og seinni hliðin að skríða af stað:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Bendi kíkti við á Safninu og tók að sér að pússa vélarhlífina þannig að hún verði slétt. Þetta er heilmikið verk og við erum þakklátir Benda að vilja gera þetta.

Mynd

Hliðarnar eru tilbúnar og skrokkrifin sem eru jafn breið eru límd niður á hægri hliðina.

Mynd

Ég ætlaði að líma vinstri hliðina á í dag, en þá var Gestur að möndla eitthvað með flugvélar út og inn um stóru dyrnar og hitastigið í safninu var undir frostmarki.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Árni H »

Unnið í skíðinu:
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Vinstri hliðin datt á skrokkinn og með nægilegt farg er hægt að líma hvað sem er.

Mynd

Svo, þegar maður losar fargið af, þá er skrokkurinn tilbúinn fyrir fleiri rif.

Mynd

Hér eru fyrstu aftari skrokkrifin að skríða á ásamt þverspýtum ofan og neðan. Það er nauðsynlegt að gera þetta rólega, því skrokkurinn getur orðið boginn ef maður flýtir sér.

Mynd

Hérna er búið að negla spýtur báðum megin við skrokkinn að framan. Þær halda honum rígföstum og þá er hægt að taka línu eftir honum miðjum til að hann verði beinn.

Mynd

Gestur Einar rennir vökulum augum yfir smíðina: eins gott að þetta sé vel gert.

Mynd

Hér sést að þetta verður þráðbeint, ef ég held áfram eins og ég byrjaði.

Mynd

Hér eru öll skrokkrif og þverspýtur komin á sína staði. Nú þarf þetta að fá að harðna almennilega áður en ég byrja að stramma skrokkinn af.

Mynd

Dúi er ánægður með það sem komið er og finnst skíðið vera til fyrirmyndar.

Mynd

Gestur Einar heldur að hann geti notað það í einhverri íþrótt, hokkí, bandí, golf ...

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Ég er búinn að setja krossviðarstyrkingar á samskeyti og beiki-stangir á ská út um allan skrokkinn eins og sést á þessum tveim myndum:

Mynd
Mynd

Nú ætti skrokkurinn að vera stífur, stirður og þver, eins og segir í laginu.

Kjartan kíkti á mig á safninu og var umsvifalaust settur í vinnu. Ég var búinn að búa til vængtankinn, en átti eftir að setja hnoð á samskeytin. Kjartan fékk það verkefni og leysti það vel, eins og hans er von og vísa:

Mynd Mynd

Meira seinna.
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Árni H »

Þetta er orðinn álitlegasti skrokkur hjá Gauja!
Mynd

Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Það hefur ýmislegt gerst síðan um miðjan síðasta mánuð og hér er smá yfirlit.

Bendi pússaði vélarhlífina þar til hún var eins slétt og mögulega var hægt að ætlast til. Þá tók ég við henni og sullaði grunni á hana til að geta merkt hvar samsetningaræmur ættu að koma.

Mynd

Ég bjó ræmurnar til úr prentplötuáli. Það er til sétstakt verkfæri á málmiðnaðardeild VMA og ég fékk að skella þeim þar í til að fá rétt form. Síðan límdi ég þær á með Hysol. Loks skar ég í burtu þann fimmtung sem þurfti að fara og skrúfaði koparrör á milli hornanna eins og á að vera.

Mynd

Án orða.

Mynd

Hér er ég búinn að búa til haldara fyrir tankinn. Það er bara hægt að nálgast hann neðanfrá, þannig að haldarinn þarf að vera fyrir ofan og síðan nota ég franskan riflás til að halda honum.

Mynd

Hér er ég búinn að setja langböndin aftur eftir skrokknum og klæða með balsa að flugmannaklefunum.

Mynd

Það vantar að setja skrokkstífurnar fyrir efri vænginn svo að ekki er hægt að setja klæðninguna framantil alveg strax.

Mynd

Sigurður er búinn að búa til alveg frábæran mótor og fitta hann yfir DLE 120 cc mótorinn. Nú vantar bara einhverja festingu fyrir hann á eldvegginn.

Mynd

Hallastýrin eru að koma saman. Þegar þau eru öll tilbúin, þá er hægt að setja endana á vængina.

Mynd

Bendi er hér að taka mál af skrokkstífunum. Hann gerir þær úr 4mm stálvír og síðan verða þær settar á skrokkinn á tvo mismunandi vegu. Þá verður hægt að fara að stilla módelinu upp í öllu sínu veldi.

Mynd

Árni Hrólfur kíkti við og fékk náttúrulega að máta vélarhlífina. Það er varla það módel á norðanverðu Íslandi sem endar ekki einhvern vegin á höfðinu á Árna.

Mynd

Svo tók hann smá skrens á þessu flotta mótorhjóli.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Ég ákvað að breyta vængendunum. Engar teikningar sem ég hef séð eru með vængendana rétta. Lagið á endunum á að fylgja vængsniðinu (airfoil) sem er á vængnum, en flestir bara setja sléttan enda á mitt rifið. Hér er mynd þar sem þetta sést:

Mynd

Ég tók fullt af myndum á meðan ég gerði endana, sen náði, með ótrúlegri leikni, að eyða þeim, bæði af símanum mínum og úr tölvunni (??). Hér eru nokkrar sem ég tók eftir að ég uppgötvaði hvað hafði gerst, en þær eru auðvitað ekki nærri jafn góðar og hinar.

Ég byrjaði á að forma vængendann í 4mm balsa sem ég bleytti örlitið og límdi í boga á ysta rifið:

Mynd

Þetta balsaborð náði yfir á hallastýrið líka. ´

Mynd

Síðan skar ég niður 1,5mm þykkan balsa í 10mm ræmur og límdi á endann til að byggja hann upp:

Mynd

Til að styrkja þetta örlítið skar ég nokkra þríhyrninga sem ég límdi undir, en þó þannig að dúkurinn kemur ekki til með að snerta þá:

Mynd

Það eina sem er nú eftir er að pússa vængina, forma frambrúnina og laga endana endanlega.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Þá var komið að því að setja stélið á módelið. Mig langaði engan veginn að hafa fast stél sem maður myndi reka í og brjóta í hvert sinn sem maður hreyfir módelið, svo ég ákvað að koma því þannig fyrir að hægt væri að skrúfa það af. Tvær stífur undir því hjálpa til, en ég set þær seinna.

Það fyrsta sem ég gerði var að loka afturendanum að neðan með krossviðarplötu. Þarna kemur stéldragið á, svo það er eins gott að þetta sé sterkt.

Mynd

Festipunktar (úr 10mm krossviði) fyrir stélið eru settir innan í afturendann. Balsaslistarnir sem þarna sjást eru til að halda þessum krossviðarplötum á réttum stað á meðan epoxýlímið harðnar.

Mynd

Nú þarf að setja stélið á og mæla að það sé á réttum stað. Það er gert með nælonsnúru. Límband á snúrunni er notað til að sjá hvort bæði aftari hornin á stélfletinum séu jafn langt frá pinnanum í skrokknum.

Mynd

Réttskeið sem situr á skrokknum sýnir hvort stélflöturinn sé láréttur eða ekki. Þessi virðist vera góður.

Mynd

Nú er hægt að saga skrokkveggina sem eru fyrir ofan stélflötinn af. Ég límdi balsabúta á milli þeirra til að þeir færu nákvæmlega á sama stað seinna

Mynd

Gaddarær eru settar undir festiplöturnar. Þær taka M4 bolta sem halda stélfletinum niðri.

Mynd

Hér er búið að bolta stélflötinn á. Stórar brettaskífur eru undir boltahausunum og þær eru límdar á stélflötinn. Álrör eru svo sett yfir boltahausana og límd föst með smá balsakubbi.

Mynd

Þá er hægt að líma skrokkveggina aftur niður, en bara á stélfötinn, ekki á skrokkinn. Svo er lok límt ofaná með álrörin uppúr. Það er krossviður aftal á listunum á skrokknum og framan á þessu loki til að samsetninngin verði góð.

Mynd

Þegar búið er að pússa allt eins og þarf og saga álrörin niður, þá lítur þetta svona út.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara