Mótin verða fjögur talsins og flognar fjórar umferðir í hverju móti, verstu umferð hvers flugmanns sleppt þannig að þrjár umferðir í hverju móti telja til stiga í því móti. Samtals eru þetta 16 umferðir sem flognar verða í fjórum mótum. Sá sem vinnur(
PW) hverja umferð fær 1000 stig, og stig annarra(
P) reiknast sem hlutfall af þeim miðað við mismun á hraða(
P) þeirra.
- Brautin er 100 metrar á lengd, milli tveggja hliða.
- Flognir eru 10 leggir (5 hringir).
- Keppandi tekur á loft, flýgur út fyrir brautina og svo hefst tímataka þegar hann flýgur fram hjá hliði inn í brautina (hliðvörður flautar hann inn).
- Tímatöku lýkur þegar keppandi er flautaður út úr tíunda leggnum.
- Tími er mældur í sekúndum og hundraðshlutum úr sekúndu.
Í lok sumars verða heildarstig reiknuð þannig að 8 stigahæstu umferðir hvers flugmanns verða lagðar saman til að fá heildarstigafjölda hans fyrir sumarið. Ef tveir, eða fleiri, eru jafnir að stigum ræður hraðasti tími þeirra innbyrðis röðuninni, ef það dugir ekki til þá verður gripið til hlutkestis.