Hvað var að gerast? Rosa thermik?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvað var að gerast? Rosa thermik?

Póstur eftir Agust »

Hvernig ætli standi á þessari rosalegu vindhviðu? Ætli þetta hafi verið svona mikil thermik? Í dag mældist hitinn rúmlega 20 gráður hér við kofann. (Mældi 22° í skugga). Flaug Fun-Time og varð var við uppstreymi, en ekkert gríðarlegt.

Fyrir nokkrum árum var ég að fjúga Kyosho Cap 232 á gamla Geysisflugvellinum. Þá var sannkölluð hitabylgja og fór hitinn í heilar 28 gráður. Hreint ekki þægilegt. Skyndilega kemur svo mikil vinhviða að ég var næstum dottinn. Ég leit af módelinu, en þegar ég fann það aftur hafði það næstum tvöfaldað hæð sína í thermik. Mér þótti þetta furðuleg uppákoma.


Nú er það spurningin. Var þetta vindhviða sem mælirinn sýnir, eða bara bilun?




Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara