Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir Agust »

Ég var að spá í að skreppa í góða veðrinu út á Hamranes.

"Þar sem einn maður kemur saman á víðavangi myndast vísir að örtröð", sagði einhver. Hefur verið örtröð á flugvellinum undanfarið?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir tf-kölski »

Jahh, það má deila um þetta en þar sem tveir menn koma saman myndast ókyrrð.

Kv. Maðurinn sem langar út á Hamranes
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir tf-kölski »

Ég get varla lýst minni reiði yfir þessari moldarbyngju, þvílík framkoma við okkur módelmenn:(

Kv. Maðurinn sem enginn veit hvað heitir
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir Offi »

Ég mætti í rykleysi og blíðu áðan og tilkeyrði Korterið. Það var fríður hópur manna þarna með módel af öllum stærðum og gerðum. Eða allavega mörgum stærðum og gerðum. Eða kannski réttara... sumum stærðum og gerðum.

En já, núna er bara eftir að stilla öll... æi allar spýturnar þarna sem hreyfast á vélinni... og þá er hún klár í loftið. Aflið er alveg svaðalegt, sýndist mér.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Guðni
Póstar: 356
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir Guðni »

Já er sammála þessum flugköppum hér að ofan þetta var mjög skemmtilegt kvöld.
Fótboltabullur að hverfa til síns heima og vindinn að lægja...eða aðeins að lægja.
Ég tók tvö flug á Spittanum og var seinna flugið skemmtilegra, það sáust roll og jafnvel lúbba.
Það er alltaf meira gaman að þessu þegar margir mæta..og um að gera að nota þetta veður sem framundan er.
Mynd
Gamall en flýgur vel ennþá....

kv.Guðni Sig.
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir Agust »

Ég náði einu flugi, sem þó varaði aðeins í 10 sekúndur. Mótorinn á Katana drap á sér (aldrei þessu vant) rétt eftir flugtak. Lendingin varð frekar harkaleg og reif ég hjólastellið undan. Ég er þó búinn að líma með Sikaflex-11, svo nú er bara að bíða eftir að það harðni.

Kvöldið var skemmtilegt þrátt fyrir þetta smá óhapp, og veðrið var eins og það gerist allra best. Mikill munur þegar smá örtröð er á vellinum, eða þannig.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég var á vakt sl daga, útkall í gærkveldi og lítið hægt að gera :( :( :( :( :(
...en nú er að bresta á sumarleyfi. Verst að konan er þeirrar skoðunar að það bráðliggi á að klára að mála seinni umferðina á bústaðinn svo helgin er sennilega ónýt.... Vonast til að geta frestað bústaðarferðinni til miorguns og klárað Adrenaline-inn í kvöld. Þá fer ég með hana niðrá Eyrarbakka til að prufukeyra.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir Gaui »

Bara gera eins og ég Bjössi minn: flytja með kellinguna "út í sveit" og þá þarf engan ands*** sumarbústað.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Bara gera eins og ég Bjössi minn: flytja með kellinguna "út í sveit" og þá þarf engan ands*** sumarbústað.[/quote]
Hvað heldurðað ég sé að vinna í??? Það er sko legið í þessum pælingum. Vandamálið er að það eru svo margir nýríkir hálfvitar búnir að eða eru að kaupa upp alla almennilega staði hérna á svæðinu að verðlagið er ekki bara asnalegt það er glæpsamlegt.

.....
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Örtröð á Hamranesflugvelli í kvöld?

Póstur eftir Offi »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Gaui]Bara gera eins og ég Bjössi minn: flytja með kellinguna "út í sveit" og þá þarf engan ands*** sumarbústað.[/quote]
Hvað heldurðað ég sé að vinna í??? Það er sko legið í þessum pælingum. Vandamálið er að það eru svo margir nýríkir hálfvitar búnir að eða eru að kaupa upp alla almennilega staði hérna á svæðinu að verðlagið er ekki bara asnalegt það er glæpsamlegt.[/quote]
Hvað meinarðu? Það er nóg framboð hér í Hafnarfirði! Þú ert kominn á landsbyggðina, hefur smábæjarmentalitet allt um kring og svo er auðvitað ... æi, ég ætla ekki að segja það. Látum nægja að ég breytti staðsetningunni minni á þessu spjalli úr Hafnarfirði í Akureyri og það var ekki að ástæðulausu! Mér er annt um mannorð mitt! :lol:
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Svara