Kridtvejen - 13.apríl 2019 - Páskamót, fyrri dagur

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10918
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kridtvejen - 13.apríl 2019 - Páskamót, fyrri dagur

Póstur eftir Sverrir »

Keppt var í Kridtvejen brekkunni og byrjaði dagurinn í 8 m/s en færðist svo upp í 12 m/s með hviðum upp fyrir 14 m/s. Á dagskránni var að fljúga alla vega 5 umferðir og náðist það rétt eftir klukkan 14 en þá var ákveðið að bæta 3 umferðum við þannig að alls voru flognar 8 umferðir frá kl. 10:20 - 17:50.?

35 keppendur voru mættir til leiks og gekk dagurinn að mestu leyti áfallalaust fyrir sig, einn keppandi braut þó nefið af sinni vél í fyrstu umferðinni.? Mér og Erlingi gekk bara heilt yfir nokkuð vel í dag, Erlingur náði reyndar ekki að fljúga tvær síðustu umferðir dagsins vegna bilunar en viðgerðir voru kláraðar eftir heimkomu svo það eru allir klárir í slaginn á morgun.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
MyndIcelandic Volcano Yeti
Passamynd
lulli
Póstar: 1122
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Kridtvejen - 13.apríl 2019 - Páskamót, fyrri dagur

Póstur eftir lulli »

Þið eruð flottir fulltrúar fróns og ísa
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara