Hlífar á batterýtengi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10797
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hlífar á batterýtengi

Póstur eftir Sverrir »

Vegna fyrirspurna út á velli um daginn, og fyrir aðra áhugasama, þá eru þetta hlífarnar* fyrir XT60 og XT90 en að auki þá er hægt að nota þær til að segja til um ástand rafhlöðunnar. En auðvitað er samt alltaf mælt með því að menn mæli rafhlöðuna fyrir flug.

Mynd

* Rafhlöður ekki innifaldar! :D
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hlífar á batterýtengi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Lítið mál að fjöldaframleiða svona stykki í plastprentara. og alls konar festingar og fittings.
https://www.thingiverse.com/search?q=xt ... ff6cf307b9
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hlífar á batterýtengi

Póstur eftir Gaui »

[quote=Björn G Leifsson]Lítið mál að fjöldaframleiða svona stykki í plastprentara. og alls konar festingar og fittings.[/quote]

Það eiga nefnilega allir þrívíddarprentara -- EKKI!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hlífar á batterýtengi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Veit, Gaui. En er ekki svona græja í öllum þessum FabLab stöðvum, t.d. á Akureyri?

Svo má alltaf prófa að spyrja þá sem eiga svona apparat hvort þeir geti prentað eitthvað fyrir sig, það er aldrei að vita hvort það sé ekki bara alvega sjálfsagt og gaman og ánægjulegt að föndra smá fyrir aðra. ;)
Minniháttar stykki eins og þessi eru tiltölulega fljótprentuð og plastkostnaðurinn er hverfandi.

Við feðgarnir óskuðum okkur nýjan 3D-prentara í sameiginlega jólagjöf.
Hér er myndskeið af einni af fyrstu prufunum eftir samsetningu og stillingar.


Hér er hægt að fá græju eins og okkar:
https://www.prusa3d.com/
Góð kaup að okkar mati. Ef einhver hefur áhuga á að útvega sér svona þá er að mörgu að hyggja. Ekki úr vegi að slá á þráðinn og spyrja út úr.

Hvort villtu hvítar, bláar rauðar, svartar, brúnar, grænar, eða silfurgráar hettur Gaui?
Og á hvaða tengi, XT-60 eða XT-90, eða kannski eitthvað annað?

Tíu stykki kosta kaffibolla með balsaryki. Má borga við tækifæri :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Svara