Sælir
Ég er nýr í þessu sporti og er að reyna að fikra mig áfram í þessu, ég hef hinsvegar flogið drónum og smíðað þá af ýmsum stærðum í mörg ár.
Ég er með eina vél með FY-41AP-Lite flugstýringu sem hefur beðið eftir að fara í loftið all lengi og er að setja saman aðra og ætla að láta verða af því að taka á loft í sumar.
Ég pantaði MFD Crosshair Autopilot í nýju vélina og er að spá í hvort það hafi nokkuð verið mistök.
Eru einhverjar flugstýringar sem þið mælið frekar með en þessum?
Og já, þetta eru ekkert merkilegar vélar, ekkert í líkingu við það sem þið eruð með en samt væri ágætt að hafa þokkalega flugstýringu í þeim.
Kv. Jói