Síða 1 af 1
Re: Katana Mini við Þingvallavatn
Póstað: 7. Júl. 2007 14:23:04
eftir DeletedUser
Alveg eru þær hreint út sagt frábærar þessar rafmagnsvélar sem Þröstur hefur verið að flytja inn.
Hef verið að taka með mér eina slíka í sveitina.
Það er af sem áður var þegar maður þurfti að vera að pukra með glóðarmótorana öllum til ama.
Nú getur maður flogið að vild án þess að angra nokkurn mann. Engin spurning að maður á eftir að
fara meira í þessar rafmagnsvélar á komandi árum.

Re: Katana Mini við Þingvallavatn
Póstað: 7. Júl. 2007 15:01:37
eftir Björn G Leifsson
Við feðgarnir höfum verið að búa til frauðplastflygildi með rafmótorum sem eru sáraeinföld og fljótlegt að búa til og bara ansi skemmtilegt að fljúga. Til dæmis þessi:

Katanan þín er auðvitað miklu eródínamískari, hún er jú nánast skala-listflugvél og ætti að fljúga betur en svona "plankavængja". Ég er að fá sendingu af frauði og fleiru og þegar næsta kynslóð frauðflýgilda fer í loftið innan tíðar, langar mig að biðja þig að prófa og bera saman flugeiginleikana
Re: Katana Mini við Þingvallavatn
Póstað: 7. Júl. 2007 17:39:37
eftir Agust
Re: Katana Mini við Þingvallavatn
Póstað: 8. Júl. 2007 10:31:20
eftir DeletedUser
Gaman að sjá hvað þið Björn og Ágúst hafið verið duglegir að prófa rafmagnið. Verst bara að mér finnst það varla vera praktískt nema í þessar minni vélar. Mig hefur lengi langað að setja rafmótor í 2 metra patternship en það er svo dýrt og ekki virðast lipo vera að lækka neitt í verði ennþá. Og jafnvel í .40 stærð þá þarf maður að vera æði rafmagnaður til að réttlæta kaup á t.d. Hacker 50 fyrir $200 í staðinn fyrir ágætan .40 mótor á í kringum $50.
Björn þú hefur þá fundið aðila sem selur frauð, það eru góðar fréttir. Mér finnst mjög sniðugt það sem þið feðgarnir hafið verið að gera í þessum frauðvélum. Ég sá Hjört fljúga einni slíkri fyrir tveimur árum,hann hafði náð fantagóðum tökum á vélinni og var mjög gaman að sjá hann fljúga, alveg merkilegt hvað hann gat fengið mikið út úr vélinni sérstaklega með tilliti til þess að enginn prófíll er á vængnum.
Ég er viss um að það er hægt að hafa mjög gaman af þessum frauðvélum. T.d. hægt að hafa þær með sér í bílnum til að grípa í flug nánast hvar sem er þegar löngunin grípur mann. Svo er auðvitað innanhússflug mögulegt ef stemming er fyrir slíku og nokkrir tækju sig saman.
Ég halaði niður af netinu teikningu af frauðvél sem mig hefur langað að prófa en hef bara ekki fundið tíma, íbúðaflutningar og önnur smíðaverkefni hafa tekið of mikinn tíma.
Ég held að betra væri að Hjörtur prófaði Katana vélina mína til að bera saman flugeiginleika, hann er jú sérfræðingur í þessari deild en ég get talað um klassískt F3A pattern við ykkur:)