Síða 1 af 1

Re: Hamranes - 19.júní 2019 - Hraðflugskeppni II

Póstað: 19. Jún. 2019 22:09:01
eftir Sverrir
Fimm keppendur mættu til leiks í öðru hraðflugsmóti sumarsins sem haldið var á Hamranesi miðvikudagskvöldið 19. júní. Mótið gekk að mestu áfallalaust fyrir sig og umtalsvert færri spaðar fengu á baukinn að þessu sinni! Ekki er hægt að segja annað en að mótið hafi gengið nokkuð hratt fyrir sig og mátti oftast sjá menn bæta sig milli umferða.

Úrslit urðu sem hér segir.

1. sæti - 2.929 stig - Jón V. Pétursson
2. sæti - 2.910 stig - Lúðvík R. Sigurðsson
3. sæti - 2.515 stig - Eysteinn H. Sigursteinsson
4. sæti - 2.451 stig - Magnús Kristinsson
5. sæti - 2.319 stig - Bjarni V. Einarsson

Eins og sjá má var mjótt á munum og má búast við hörkuspennandi keppni á næsta móti sem fer fram þann 9. júlí nk. á Arnarvelli. Hvetjum við menn til að fjölmenna og fylgjast með en áhugasamir eru einnig hvattir til að taka þátt.

Þakka keppendum fyrir skemmtilega baráttu og sérstakir þakkir fá bjöllumennirnir Árni Finnboga og Stefán Sæmunds.

Mynd

Mynd

Re: Hamranes - 19.júní 2019 - Hraðflugskeppni II

Póstað: 19. Jún. 2019 22:18:15
eftir stebbisam
Spennandi keppni - til lukku með árangurinn

Undirbúningur
Mynd

Áhorfendur
Mynd

Keppendur
Mynd

Hópflugið: