Bleikisteinsháls - 1.júlí 2019 - F3F Sumarmót

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleikisteinsháls - 1.júlí 2019 - F3F Sumarmót

Póstur eftir Sverrir »

Mynd
Mynd: Árni Finnbogason

Snemma í síðustu viku var veðurspáin fyrir síðustu helgi orðin frekar léleg hvað hangskilyrði varðaði og fór það svo að ekki var hangfært alla helgina. Hins vegar leit spáin mjög vel út fyrir mánudaginn og má eiginlega segja að hún hafi batnað með hverjum deginu sem leið og bætti svo enn frekar í vindinn í dag!

Átta keppendur mættu á svæðið klárir í slaginn og þrír til viðbótar voru á hliðarlínunni með léttari vélar sem hefðu kannski sloppið til í talsvert minni vind. En þegar leikar hófust um kl. 18 var að slá alveg upp í 13 m/s en vindurinn var mikið í kringum 10 m/s og 15-30° á brekku en þegar leið á kvöldið fór vindurinn að snúa sér nær brekkunni og var í kringum 5-15° en á sama tíma datt hann aðeins niður og var nær 8 m/s.

Norðurbrekkan á Bleikisteinsháls er ekki sú skemmtilegasta hvað varðar beygjuna sem er ofar í hlíðinni þar sem uppstreymið þar er frekar veikt þannig að til að vera sem neðst í brekkunni þá var brautin einungis 80 metrar á lengd að þessu sinni.

En ráðsröðin var sem hér segir:
  1. Frímann*
  2. Erlingur
  3. Steinþór
  4. Rafn
  5. Böðvar
  6. Jón
  7. Guðjón
  8. Sverrir
*Hætti eftir fyrstu umferð

Úrslit urðu sem hér segir, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:
Mynd

Með því að nota keppnistölvuna og vindmæli fæst nákvæm greining á öllum flugunum. Hvet menn til að skoða þetta, fara t.d. inn á hverja umferð fyrir sig (smella á Round X í hausnum) og skoða svo auka flipana sem eru með alls konar góðgæti, einnig smella á nafn flugmannanna.
Mynd

Óskum við því Sverri kærlega til hamingju með sigurinn! Guðjón átti hraðasta flugið 58,74 sek í fyrstu umferð, Guðjón og Sverrir unnu svo tvær umferðir hvor og Rafn eina umferð.

Árni, Frímann og Stefán Sæm. stóðu svo vaktina í hliðunum með stakri prýði og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir! Þökkum einnig þeim sem komu að horfa á og bjóðum Lúlla velkominn í hangklúbbinn en hann frumflug Sitar Special og tók sitt fyrsta hangs.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Til hamingju Lúllu, mikið efni þar á ferð!
Mynd

Böðvar fann Bleikistein eins og hálsinn er nefndur eftir! :D
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Elli Auto
Póstar: 59
Skráður: 16. Jan. 2015 22:00:31

Re: Bleikisteinsháls - 1.júlí 2019 - F3F Sumarmót

Póstur eftir Elli Auto »

Til hamingju með sigurinn Sverrir.
Já, þessi brekka er ekki sem best í þetta en þetta slapp.
Takk fyrir skemmtilega keppni :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleikisteinsháls - 1.júlí 2019 - F3F Sumarmót

Póstur eftir Sverrir »

Takk!

Nokkrar myndir til viðbótar úr myndavélinni hans Erlings. :)

Mynd
Mynd: Erlingur Erlingsson

Mynd
Mynd: Erlingur Erlingsson

Mynd
Mynd: Erlingur Erlingsson

Mynd
Mynd: Erlingur Erlingsson

Mynd
Mynd: Erlingur Erlingsson

Mynd
Mynd: Erlingur Erlingsson

Allar keppnisvélar heilar eftir mótið.
Mynd
Mynd: Árni Finnbogason

Mynd
Mynd: Erlingur Erlingsson

Erlingur með nýja „barnið“.
Mynd
Mynd: Sverrir Gunnlaugsson

Allur hópurinn fyrir utan Árna og Stefán.
Mynd
Mynd: Árni Finnbogason
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 865
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Bleikisteinsháls - 1.júlí 2019 - F3F Sumarmót

Póstur eftir gudjonh »

Já, takk fyrir góðan dag.

Mynd

Verið að gera "Mekka" klárt.
Mynd Mynd

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

Guðjón
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleikisteinsháls - 1.júlí 2019 - F3F Sumarmót

Póstur eftir Sverrir »

Mótið er komið inn á F3XVault, sjá í fyrsta pósti, hvet menn til að kíkja á og sjá hverju keppnistölvan skilar okkur af auka gögnum. :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara