Það var svona upp og ofan hvernig gekk í tímafluginu og marklendingunni, lægstu tímar voru undir mínútu og einhverjir náðu sex mínútum á lofti. í hraðafluginu var eitthvað svipað í gangi, hröðustu tímar nálægt 20 sekúndum og þeir hægustu í rúmum 40 sekúndum.
Vindurinn byrjaði í NA og hélst þannig fram yfir hádegið þegar hann snéri sér í sterka V átt svo færa þurfti spilið í þriðju umferð tímaflugsins. Flest flugin gengu áfallalaust fyrir sig en brotin lóðning í einni vél í byrjun dags var leyst með samvinnu viðstaddra og gat viðkomandi klárað að keppa þökk sé góðum félögum. En nokkur stórkostleg tilþrif sáust í spiltoginu og í loftinu hjá flugmönnum og tók Steini það svakalegan Blender að Örn hefði roðnað hefði hann séð hann!

Óskum Sverri, Böðvari og Rafni til hamingju með efstu sætin.
Einar Páll fær þakkir fyrir röska mótsstjórn og sérlegu aðstoðarmennirnir Árni og Mundi líka en þeir stóðu sig allir þrír einstaklega vel í góða veðri dagsins. Svifflugfélagið fær líka kærar þakkir fyrir lánið á aðstöðunni, það er ómetanlegt að eiga þá að í þessum mótum.
Úrslit urðu sem hér segir:

Áhugasamir geta séð hrágögnin neðst í póstinum.
Erlingur í góðum gír.

Mundi og Einar Páll.

Árni, Steini og Erlingur leysa lífsgátuna.

Frekar rólegt fyrri hluta dags.

Böðvar á uppleið.

Glæsilegar vélar hjá Rafni, Tragi og Freestyler.

Böðvar við vinnuborðið fína.

Glóðardótið kemur enn að góðum notum.

Pike Precision kom einstaklega skemmtilega á óvart.

Steini og Strega á leið í loftið.

Horft yfir pittinn.

Guðjón og Tragi hafa flogið þetta þó nokkrum sinnum.

Nýjasti meðlimur Dr. Spock?

Árni, Rafn, Böðvar og Mundi fara yfir málin.

Bíltog

Minnisblað mótstjóra.
