Vantar vitneskju um kristal.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Höddi
Póstar: 8
Skráður: 20. Maí. 2007 23:00:55

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Höddi »

Ég pantaði kristal R 35-140 hjá tómstundarhúsinu og fékk þetta sent:

Mynd

Ég hef aldrei séð þetta áður og veit ekki hvort né hvernig þetta virkar,
hefur einhver hugmynd um það?

kveðja
Höddi
Passamynd
Höddi
Póstar: 8
Skráður: 20. Maí. 2007 23:00:55

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Höddi »

Ég dreg þessa spurningu til baka, líklega er þetta Futaba kristall en ég nota JR
Takk samt

Hver hleypti Sverri frá tölvunni..... ég er búinn að vera í banni síðustu daga :-)

Höddi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11715
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Sverrir »

usss, ekki segja fra :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Þórir T »

Höddi, þetta getur alveg verið JR kristall, en þetta er rásanúmer, (Channel number) þá hleypur hver rás á 0,010 mhz víða notað frekar en tíðnin.
Ég myndi prófa hvort hann virki ekki örugglega hjá þér, það á ekki að leyna sér um hvort merkið er að ræða...

mbk
Tóti
Passamynd
Höddi
Póstar: 8
Skráður: 20. Maí. 2007 23:00:55

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Höddi »

Ég dró kristalinn innan úr plastinu og á honum stendur 35-140 svo að tíðnin er rétt en það er samt engin svörun, þess vegna datt mér í hug að þetta væri FUTABA en það er nú vaninn að það virki ekki ........hehehe ;-)

kv.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3898
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Gaui »

Hér dettur inn sérviskan í okkur íslendingum: við notum tíðnitölur á meðan allir aðrir (og ég meina ALLIR aðrir) nota rásanúmer. Tíðnin 35,140 er rás númer 74.

Við ættum að fara að breyta þessu, það er pínlegt þegar maður kemur til útlanda og veit ekki hvaða rás maður er með og viðmælendur vita ekki hvað tíðnin er.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Þórir T »

ég held að það sé nokkuð til í þessu sem Gaui segir, þetta er líka einfaldara og því minni hætta á mistökum (vonandi) og tíðni slysum. Samráðsnefndin þyrfti að skoða þessi mál ásamt öllum hinum...

En varðandi þín mál Höddi, þá er það líkleg skýring úr því sem komið er að þetta sé röng gerð.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Agust »

Í aðalatriðum eru til tvær gerðir kristalla fyrir viðtæki, þ.e. fyrir single conversion og dual converstion viðtæki (betra). Eftir því sem ég best veit kann JR ekki að smíða dual conversion viðtæki.

Varðandi muninn, sjá hér: http://www.rt.is/ahb/rc/ymislegt/fjarstyringar.pdf

"R" stendur væntanlega fyrir receiver.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Þórir T »

[quote=Agust]Eftir því sem ég best veit kann JR ekki að smíða dual conversion viðtæki..[/quote]
Eða þá að að þá langi það einfaldlega ekki :D
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11715
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vantar vitneskju um kristal.

Póstur eftir Sverrir »

thad er nu ekki alveg rett ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara