Síða 1 af 1

Re: Skermaðir servóvírar

Póstað: 16. Júl. 2007 14:36:00
eftir Gaui
Hér er mynd tekin af RC Scale Builder:

Mynd

Sá sem er þarna að smíða er að setja saman Sopwith Pup eins og minn og notar skermaða servóvíra. Ég get skilið hvers vegna hann gerir það: til að koma í veg fyrir truflanir.

Eins og sést, þá tekur hann skerminn og lóðar hann saman við negatíva (svarta) vírinn úr móttakaranum, en síðan segist hann ekki lóða hann aftur við svarta vírinn servómegin.

Ég er með spurningar sem einhver með þekkingu (Ágúst !) má svara: Af hverju lóðar hann skerminn við svarta vírinn og ef hverju ekki báðum megin?

Gerir skermurinn ekki gagn nema hann sé tengdur eða er gaurinn að gera einhverja vitleysy með þessu?

Hvar fær maður svona vír?

Re: Skermaðir servóvírar

Póstað: 16. Júl. 2007 22:14:50
eftir Steinar
Veit amk ef að skerming er tengd í báða enda getur hún virkað eins og loftnet á truflanir.. Skerming gerir ekki mikið gagn ef hún er ekki tengd og trúlega tengd í negatíva til að notast eins og ground. (jörð)

Veit ekki hvar fæst svona nettir strengir fást! Annars hefur verið mikið til bara í Rönning eða íhlutum.

Re: Skermaðir servóvírar

Póstað: 16. Júl. 2007 23:30:48
eftir Haraldur
Í hljóðbransinum er algengt að tengja jörðina (skerminn) aðeins öðru megin,
því annars er hætta á ground loop.
Þ.e. ef t.d. hljóðmixer er tengdur við magnara en mixerinn og magnarinn eru á sitthvori 230v/AC grein,
þá getur myndast ground loop í gegnum 230 voltinn, og allt fer að suða og væla.

Hugsanlega er gaurinn með þetta í huga þegar hann er að gera þetta.

Svona vír getur þú fengið í Íhlutum eða Miðbæjarradíó, þetta er bara venjulegur 3 leiðaravír með skermi,
svipað og notað er í microphone snúrur, ekkert neitt sérstakt.

Svarti vírinn er negatívur (mínus póll / jörð), meðan rauður er plús og hvítur signal.

Betra hefði hinsvegar verið fyrir hann að tengja skermaða kapalinn beint í tengið en ekki vera með þess
littlu millisnúru. Ég myndi satsa heldur á að nota venjulegan servo kabal og vefja hann utan um ferrit kjarna
einhversstaðar á leiðinni. Segji ég án þess að hafa prófað skermaða kabalinn.

Re: Skermaðir servóvírar

Póstað: 17. Júl. 2007 00:49:11
eftir Þórir T
ég myndi reyna að fá þessa snúru sem fínþættasta, en ekki td einþáttung... minni hætta á að hann brotni

Re: Skermaðir servóvírar

Póstað: 17. Júl. 2007 08:29:13
eftir Agust
Svo er það spurning hvort ekki nægi að nota samansnúna víra fyrir framlenginguna.

Ég nota oftast þannig heimatilbúinn vír: Fær mér þrjá granna fjölþætta víra; hvítan, rauðan svartan. Festi þá í skrúfstykki oðrum megin, og í patrónuna á borvél hinum megin. Strekki vírana og nota síðan borvélina á frekar hægum snúningi til að snúa upp á vírana. Þannig ´bý ég til í einu nokkra metra af af samansnúnum þríleiðara.

Ég hef aldrei notað ferrit, þó það ætti að vera betra, og aldrei lent í truflunum þó ég sé með frekar langar servósnúrur í stærri módelum.

Re: Skermaðir servóvírar

Póstað: 6. Feb. 2008 00:58:19
eftir Björn G Leifsson
Ef maður notar ferrít-hringkjarna, hversu marga snúninga á maður að vefja vírinn utanum?

Íhlutir selja í metratali fínan þriggja þátta snúinn vír, gul-rauð-svartan sem ég hef notað sbr það sem ágúst lýsir. Lipur og aðeins gildari og sterklegri en þessi venjulegi. Snúningurinn sem hann lýsir mun virka eins vel og skermur eða ferrítkjarni. Ég fékk mér töng og tengi og útbý sjálfur framlengingar oþh.

Hér er (stolinn frá www.troybuiltmodels.com) texti um snúna vírinn.

[quote]Heavy duty 22 gauge with universal gold plated plugs.
The best for giant scale aircraft.

Note on twisted extensions: If you are still using 72 or 50 MHz transmitters instead of the new 2.4 GHz or Spread Spektrum technology, twisted wires are suggested. If you are using the new technology, twisted wires offer no advantage to untwisted wires. Twisting extensions eliminates interference caused by stray signals being picked up by the signal wire in the old MHz systems. The wire can act like an antenna. This is rarely a problem, but if you have an intermittent interference problem this may be the cause. The signal wire (usually orange or white in color) has little current running through it. It tells the servo what position it needs to be at. The red and black wires have higher current in them as they provide power to the servo. Only the signal wire will pick up stray signals due to the low current. Twisting the wires in effect wraps the signal wire around the power wires which cancels out electrical noise. The noise is called electro-magnetic interference, abbreviated to "EMI". Typically extensions which are around 3' long cause more problems because they are the length of a receiver antenna, but extensions of any length near a gasoline (spark) engine ignition system can pick up EMI from the engine's ignition. DA, 3W, ZDZ, and other ignitions are now shielded so well that this is rarely a problem. Also, resistor sparkplugs are used which keep EMI down. For these reasons, we offer only twisted wires.[/quote]