Hamranes - 14.ágúst 2019 - Hraðflugskeppni IV

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11269
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hamranes - 14.ágúst 2019 - Hraðflugskeppni IV

Póstur eftir Sverrir »

Fjórir keppendur mættu til leiks á fjórða hraðflugsmóti sumarsins sem haldið var á Hamranesi miðvikudagskvöldið 14. ágúst. Mótið gekk hratt fyrir sig og engir spaðar fengu á baukinn að þessu sinni en Lúlli gerði nefaðgerð á sinni vél í lendingu eftir fyrstu umferðina!

Jón vann þetta með fullu húsi stiga eftir að fjórar umferðir höfðu verið flognar og þeirri lökustu hent.

1. sæti - 3.000 stig - Jón V. Pétursson
2. sæti - 2.313 stig - Bjarni V. Einarsson
3. sæti - 2.078 stig - Magnús Kristinsson
4. sæti - 882 stig - Lúðvík Sigurðsson

Óskum þeim til hamingju með góðan árangur.

Eins og kom fram hér að ofan var Lúlli svo óheppinn að nefbrjóta vélina sína í lendingu eftir fyrstu umferð og fékk hann því einungis stig fyrir fyrstu umferðina.

Þakka keppendum fyrir skemmtilega baráttu og sérstakir þakkir fá bjöllumennirnir Árni Finnboga og Guðjón Halldórsson.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara