Þriðja einkaflugkoma Sverris F3F 24. ágúst s.l.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
RT
Póstar: 10
Skráður: 14. Feb. 2014 14:57:06

Re: Þriðja einkaflugkoma Sverris F3F 24. ágúst s.l.

Póstur eftir RT »

Þriðja F3F privatflugkoma Sverris á Hamranesbrekku, hinn 24. ágúst 2019.

Þegar kom að mér að fljúga í fyrstu umferð, mistókst startið og ég flaug í sveig inn í grasið brekkubrúninni, um það bil 10-15 metra til hliðar frá mér.
Sverrir, stjórnandi flugkomunar, benti mér á að ég ætti eftir 20 sekúndna vinnutíma til að starta aftur.

Ekkert var að svifflugunni og þegar ég hafði sótt sviffluguna til að hefja mitt flug á ný, upplýsti Sverrir að 20 sekunda vinnutíminn sem eftir var, væri útrunninn, ég gæti því ekki startað aftur.

Ég átti von á að ég fengi að fljúga mitt flug aftast í keppendaröð fyrstu umferðar eins og hafði margoft gerst áður á þeim tveimur flugkomum, sem Sverrir hefur efnt til á árinu.
En einhver keppandinn, sem Sverrir getur upplýst um hver er, hafði heimtað að ég fengi ekki aukastart því samkvæmt reglum Alþjóðasambands FAI, í Heimsmsmeistarakeppni F3F, ætti ég ekki rétt á aukastarti!
Keppendum var ekki boðið upp á að kjósa um undaþágu.
En að kröfu þessa keppanda fór Sverrir. Og þar með að ég fengi "Núll" fyrir flug í fystu umferð, án þess að hafa flogið.
Einar reglur í dag og aðrar á morgun, kannski eftir því hver í hlut á! Hver veit? Ég þekki vel reglur FAI, en eftir þeim hefur Sverrir sem stjórnandi á þessum flugkomum sínum, farið frjálslega með til þessa. Mörg dæmi þess.

Ég missti því ánægju að taka frekar þátt að þessu sinni

Ég geri þá kröfu, að ég verði strikaður út sem þáttakandi í þessari þriðju einkaflugkomu Sverris á þessu sumri, hvert sem þeim lista hefur nú verið dreift.

Nú orðið er eins og líf manna liggi við í þessum leik okkar og hver útkoman verður.
Alvaran, hátíðleikin og smásmugan er orðin svo yfirgengileg, að þessar prívat flugkomur Sverris setur hann á Veraldarvefinn, án vitundar eða samþykkis þátttakenda, svo Alheimur geti fylgst með eigin "getu" hans!

Það dugar ekkert minna!
RT

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10720
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Þriðja einkaflugkoma Sverris F3F 24. ágúst s.l.

Póstur eftir Sverrir »

Þetta voru nú ekki einkaflugkomur eins og flestir sem það vilja vita. Hangflug hefur legið í dvala hér heima svo við þrír sem mest höfum verið að fljúga hér heima, og keppa erlendis, ákváðum að reyna að hífa það aðeins upp með því að standa fyrir þessum mótum.

Við náðum að halda eitt mót í fyrra, sem einungis þrír keppendur mættu á, og svo er búið að halda þrjú mót á þessu ári sem níu keppendur tóku þátt í, þó misvel hafi gengið hjá þeim eins og gengur og gerist.

Að því öllu sögðu...

Hver keppandi hefur eina tilraun til að fljúga í hverri umferð. Tilraunin er hafin þegar flugmódelið fer úr höndum keppanda eða aðstoðarmanns hans. Flugið þitt mistókst þegar startið klikkaði og þú flaugst í jörðina, samkvæmt reglunum eru það núll stig, ekkert endurflug kom til greina.

Bendi áhugasömum á reglurnar, þar sem þetta kemur skýrt fram, en þær má finna á vef FAI á slóðinni https://www.fai.org/page/ciam-code en þar undir Sporting Code - Section 4: Aeromodelling má finna skjalið sem heitir Sporting Code Section 4 - F3 Soaring, bein slóð > https://www.fai.org/sites/default/files ... ing_19.pdf.

Sjá liði 5.8.4 og 5.8.5
[quote]5.8.4. Definition of an Attempt: There is an attempt when the model has left the hands of the competitor or his helper.

5.8.5. Number of Attempts: The competitor has one (1) attempt on each flight. An attempt can be repeated if:
  1. the launching attempt is impeded, hindered or aborted by circumstances beyond the control of the competitor, duly witnessed by the official judges;
  2. his model collides with another model in flight or other impediment and the competitor is not to blame on that account;
  3. the flight was not judged by the fault of the judges.
  4. any part of the model fails to pass above a horizontal plane, level with the starting area, within five (5) seconds of exiting the course, due to circumstances beyond the control of the competitor, duly witnessed by the official judges.
The repeated flight (“re-flight”) shall happen as soon as possible considering the local conditions and the radio frequencies.[/quote]

Endurflug í öðrum mótum, og þessu móti eftir að þú fórst, voru vegna þessa að keppnisbúnaður var ekki að virka sem skyldi og það fellur undir c. lið 5.8.5, "the flight was not judged by the fault of the judges".


Kveðja frá sólinni í Hanstholm

Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Svara