Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Agust »

Sælir

Undanfarið hafa nokkur módel krassað fyrirvaralaust á Hamranesflugvelli, eins og um truflun væri að ræða. Það er því full ástæða til að ræða málið og skiptast á skoðunum.

Hafið þið orðið varir við truflanir undanfarið?

Hvernig hafa þær lýst sér?

Er þetta truflun sem stendur örstutt yfir (glitch) rða truflun sem stendur yfir í langan tíma?

Hvaða tíðni var notuð?

Hvar var módelið statt (við hliðið, yfir hrauninu, yfir fótboltavellinum, o.s.frv.)?

Hvað var klukkan?

Var vart við einhverjar mannaferðir eða grunsamlegan bíl? Ekki er hægt að útiloka skemmdarverk.

O.s.frv.

Fyrir nokkrum árum bar á truflunum á vellinum og tók ég þá saman lýsingu á fyrirbærinu. Sjá http://www.rt.is/ahb/rc/ymislegt/truflun.html . Þar kemur m.a. fram að ég heyrði greinilega truflun á mörgum rásum. Þar stendur m.a: "

Einnig heyrði ég einn daginn (fyrir hádegi) undarlegt hljóð, sem stóð yfir í um hálfa sek. í senn. Það kom fram á mismunandi rásum, með um mínútu millibili. Hljómaði eins og eins konar tölvumerki, ef það segir eitthvað :-)

Þá var ekkert af erlendum stöðvum, svo mig grunaði að þetta ætti upptök sín innanlands. Þetta merki var sterkt, og hefði getað lýst sér sem "glitch".

Þar sem merkið kom aldrei fram á sömu rásinni á skannanum, kom mér í hug að um mjög bandbreitt merki gæti verið að ræða, það bandbreitt að það heyrðist á mörgum rásum samtímis. Mér kom í hug að um gæti verið að ræða eitthvað iðnaðartæki, og minntist þá lækningatækis sem ég sá einu sinni, en það vann sem öflugur sendir á um 27MHz, og notað við gigtarlækningar. Einnig man ég eftir öflugri truflun á um 30MHz fyrir mörgum árum frá plastsuðutæki. (Dielectric heating)".

Auk þess heyrði ég stundum töluvert af erlendum stöðvum þar, svipað og stundum heyrist á CB. Þetta var árið 1999.

Bestu kveðjur

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Maður fyllist óhug. Var í allt gærkvöld að klára fína vél og er að hugsa um að koma henni í loftið um helgina.
Maður þorir varla...

Auðvitað getur þessi óhappatíðni verið tilviljun svona í byrjun flugtíðarinnar, mikið flogið og menn ryðgaðir :)

Er ástæða til að hafa skannan í gangi á staðnum á næstunni og athuga hvort miklar truflanir séu í gangi... kannski einhver í því nú þegar???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Agust »

Þó svo að um truflun virðist vera þega módel fer í jörðina, þá er alls ekki víst að svo sé. Margt getur farið úrskeiðis í módelinu sjálfu, eða jafnvel sendinum.

Oft er hægt að átta sig á ástæðunni með því að velta málinu fyrir sér og ræða við félagana. Var þetta truflun, bilun eða bara pilot-error? Það liggur ekki alltaf í augum uppi, en betur sjá augu en auga.

Þess vegna getur verið gott að ræða svona mál hér.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það er auðvitað ekki auðvelt í framkvæmd eða sérlega raunhæft (og þó??) en manni dettur í hug að það væri hægt að stofna "Flugmódelslysanefnd" sem safnaði upplýsingum um haverí og óhöpp. Kannski eitthvað hægt að læra af slíku með tímanum.
Ef menn væru sæmilega samviskusamir við að fylla í einfalda skýrslu um allt sem miður fer þá gæti safnast gagnlegur fróðleiksbrunnur með tímanum.
En það er svo sem margt annað sem er skynsamlegra að eyða orkunni í....??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Haraldur »

Ég verð oft var við truflum og alltaf á sama stað.

Ef ég stend t.d. við enda brautarinnar sem snýr út að hliðinu og flýg yfir girðingunni í stefnuna á enda fjallsins vinstra megin þá er eins og það sé glitch þar.

Einnig var ég var við þetta þegar ég var að fljúga hinum meginn við veginn yfir lautinni og var yfir þar sem vegurinn beigir.

Þannig að maður þorir varla að koma með stóra módelið.

Ættli það sé örruggara að fljúga yfir hrauninu?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

ég þekki orðið vel fyrirbærið "speglun" frá stóru vírnetsgirðingunni kringum fótboltavöllinn hérna í Fjölnis-dalnum í Grafarvogi. Þar erum við að fljúga frauðplastinu og þrjú smá-óhöpp má án efa rekja til þess að hafa farið nálægt girðingunni.

Er einhver leið að mæla út svona fyrirbæri?? Hvað segir Ágúst... og þið radíókunnugu?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Sverrir »

Ágúst ræddi um einmitt þetta speglunarvandamál á einum fundinum í vetur og nefndi þá hliðið við flugvöllinn sem dæmi
um stað þar sem menn fundu mikið fyrir truflunum en með því að jarðbinda hliðið hafi tekist að koma að mestu fyrir
truflanirnar ef ekki bara alveg...

Minnir að speglunin sé sterkust þegar viðkomandi hlutur er í stærðarmargfeldi af bylgjulengdinni þannig að nú er bara að draga
upp málbandið og mæla ;) eða bíða eftir að Ágúst komi með betri útskýringu en þetta sem ég er viss um að hann gerir :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Agust »

Sælir

Þetta er nokkurn vegin eins og Sverrir segir. Neðst á síðunni hér http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=117&p=3 er mynd sem sýnir hvernig svona glitch myndast. Á myndinni er gert ráð fyrir að merkið sem kemur beint frá sendinum og endurkastaða merkið séu jafnstór. Þá lenda merkin saman og útkoman er ýmist tvöfalt sterkara merki, eða ekkert merki. Ef útkoman er ekkert merki, þá "heyrir" móttakarinn ekki neitt, og ef móttakarinn er af PPM gerð, þá kemur fram truflun sem varir í örskamma stund. Reyndar getur truflunin komið aftur og aftur með millibili sem nemur um hálfri eða heilli öldulengd. Þannig "glitch" svæði getur því náð yfir einhverja tugi metra. Ef merkin eru ekki jafnstór, þá veikist móttekna merkið, en hverfur ekki alveg.

Við þessu er lítið að gera. Ef notaður er PCM móttakari þá flýgur maður einfaldlega í gegn um þessa stuttu truflun án þess að verða hennar var. Það getur verið erfitt að mæla út hvar truflanavaldurinn er, en með því að skima í kringum sig og leggja saman tvo og tvo má oftast finna hann.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Sverrir »

Tengill beint á póstinn hans Ágústs http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?pid=713#p713
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Truflanir á Hamranesflugvelli ?

Póstur eftir Sverrir »

Ég var að spjall við Karl Hamilton í dag og hann bað mig um að koma því á framfæri að hann teldi að í flestum tilfellum væri þetta
bara vindsviftingar en hann ítrekaði að það væri bara hans skoðun á málunum og hún væri ekkert heilagri heldur en aðrar tillögur.
Icelandic Volcano Yeti
Svara