Undanfarið hafa nokkur módel krassað fyrirvaralaust á Hamranesflugvelli, eins og um truflun væri að ræða. Það er því full ástæða til að ræða málið og skiptast á skoðunum.
Hafið þið orðið varir við truflanir undanfarið?
Hvernig hafa þær lýst sér?
Er þetta truflun sem stendur örstutt yfir (glitch) rða truflun sem stendur yfir í langan tíma?
Hvaða tíðni var notuð?
Hvar var módelið statt (við hliðið, yfir hrauninu, yfir fótboltavellinum, o.s.frv.)?
Hvað var klukkan?
Var vart við einhverjar mannaferðir eða grunsamlegan bíl? Ekki er hægt að útiloka skemmdarverk.
O.s.frv.
Fyrir nokkrum árum bar á truflunum á vellinum og tók ég þá saman lýsingu á fyrirbærinu. Sjá http://www.rt.is/ahb/rc/ymislegt/truflun.html . Þar kemur m.a. fram að ég heyrði greinilega truflun á mörgum rásum. Þar stendur m.a: "
Einnig heyrði ég einn daginn (fyrir hádegi) undarlegt hljóð, sem stóð yfir í um hálfa sek. í senn. Það kom fram á mismunandi rásum, með um mínútu millibili. Hljómaði eins og eins konar tölvumerki, ef það segir eitthvað

Þá var ekkert af erlendum stöðvum, svo mig grunaði að þetta ætti upptök sín innanlands. Þetta merki var sterkt, og hefði getað lýst sér sem "glitch".
Þar sem merkið kom aldrei fram á sömu rásinni á skannanum, kom mér í hug að um mjög bandbreitt merki gæti verið að ræða, það bandbreitt að það heyrðist á mörgum rásum samtímis. Mér kom í hug að um gæti verið að ræða eitthvað iðnaðartæki, og minntist þá lækningatækis sem ég sá einu sinni, en það vann sem öflugur sendir á um 27MHz, og notað við gigtarlækningar. Einnig man ég eftir öflugri truflun á um 30MHz fyrir mörgum árum frá plastsuðutæki. (Dielectric heating)".
Auk þess heyrði ég stundum töluvert af erlendum stöðvum þar, svipað og stundum heyrist á CB. Þetta var árið 1999.
Bestu kveðjur
Ágúst