Ekki enn Guðjón en... :/
Þarft líka próf ef þú vilt fljúga í Danmörku, það er heldur ekki mikið mál þar sem prófin eru bara að kanna hvort þú kunnir helstu reglurnar, sem flestir gera vonandi. Í Danmörku þarftu svo að sækja um númer til að sýna á öllum þínum flugmódelum, í Bretlandi þarftu að borga £9 árlega ef þú rekur(
e.operator) flugmódel, eins og nánast allir gera sem eru í sportinu.
Athugið samt að þeir sem eru með eitthvað af
hæfnisprófum BMFA, eru undanþegnir því að þurfa að taka þetta próf í Bretlandi þar sem hæfnisprófin eru talin nægjanleg staðfesting á þekkingu þeirra. Og heimild er fyrir því að landssamtök, eins og BMFA, geti séð um skráningar fyrir sína félagsmenn þannig að fyrir þá flugmódelmenn sem eru félagar í BMFA, og með hæfnispróf, þá breytist ekkert við þessa lagasetningu.
-
Danska hæfnisprófið
-
Danska eigendaskráningin
Það er verið að vinna eftir sömu takmörkunum í þessum löndum og hér heima svo ég hvet menn til að spreyta sig á báðum prófunum þó ekki sé nema til að bæta skilningin á því umhverfi sem fljúgum sjálfir í. Ég er sjálfur með bæði prófin þar sem ég hef verið fljúga nokkuð reglulega í þessum löndum.
Edit: Franska prófið líka komið í safnið, flýg þar á næsta ári.
Svo byrjar fjörið í lok júní 2020 þegar búist er við nýju Evrópureglunum.
