eBay svindl - aðvörun

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: eBay svindl - aðvörun

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Margir flugmódelfíklunum hafa samskipti við eBay, sumir mikil. Þess vegna segi ég frá þessu hér.

Ég get varla sagt að ág hafi skoðað eBay hvað þá keypt eða selt eitthvað þar. Þess vegna þótti mér merkilegt þegar allt í einu fóru að hellast í eina rafrænu lúguna hjá mér bréf með titlinum :

***eBay Confirmation Center***

og frekar trúverðugum texta um að ég ætti að endurnýja reikkninginn minn hjá þeim.

Það var ýmislegt grunsamlegt við þetta svo ég "Gúglaði" málið og fann auðvitað að þetta var svokallað "phishing" sem mun vera einvhers konar "veiðibréf" sem á að leiða þig í gildru. Ef maður smellir á "Click here" eða einhvern hnapp í svona bréfi þá getur maður vakið upp vírus eða orm eða þá maður fer inn á síður sem´líta út eins og eBay síður og er beðinn um upplýsingar um kreditkort og þess háttar.
Maður á víst aldrei að smella á hlekki eða hnappa í neinum rafbréfum nema maður sé viss um að það sé í lagi.
Mér varð víst á að smella einhvers staðar í svona bréfi þegar ég var að skoða það og þá skipti yfir á síðu sem er eins og einhvers konar innskráningarsíða hjá eBay en það sem meira er, vírusvörnin fór af stað og veiddi frekar tvo en einn. Hlekkirnir munu geta verið hvar sem er í svona rafbréfi.
Ef ég hefði haft eBay notandanafn og leyninúmer og látið glepjast til að setja það inn á þessa "innskráningarsíðu" þá væru bófarnir þar með búnir að ná þeim upplýsigum.
Ýmis ráð um hvernig maður tékkar á hvort bréf er plat eða ekki, er að finna á www.fraudwatchinternational.com

Alls konar bankar og stofnanir eru notuð sem beitur í svona bréfum.
eBay er víst eitthvað mest notaða "phishing" beitan, meira en 2800 mismunandi tilfelli!
sjá hér: REFERENCE INDEX OF EBAY PHISHING SCAMS

Björn
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: eBay svindl - aðvörun

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Og nú kom annað, með sendanda

PayPal Account Security Measures

sem tilkynnir að einhver hafi verið að misnota eBay reikninginn manns.
Það sem gerir meilið mjög grunsamlegt eru stafsetningarvillur og að hlekkurinn leiðir mann á síðu þar sem maður á að byrja á því að gefa upp bókstaflega allt nema skóstærðina.

Verulega ógnvænlegt því það er ekki auðvelt að átta sig á hvort þetta er alvöru....
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara