04.09.2007 - Ljósanæturfréttavefsársvígslu flugkoma að baki -

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 04.09.2007 - Ljósanæturfréttavefsársvígslu flugkoma að baki -

Póstur eftir Sverrir »

Sunnudaginn 2.september sl. var þremur stórviðburðum slegið saman í einn. Ljósanætur- og Fréttavefsflugkoma ásamt árs vígsluafmæli Arnarvallar. Frábært veður, sól og hægur vindur hjálpaðist allt við að gera daginn að frábærum flugdegi.

Mikið var flogið og skemmtu menn sér við alls konar kúnstir, jafnt á jörðu sem ogí lofti. Diddi kom alla leiðina frá Akureyri til að fljúga og er óhætt að segja að hann hafi nýtt sér allan flugvöllinn ásamt því að vera lengst að komni flugmaðurinn í þetta skiptið. Mikið magn af SS pylsum og gosi hvarf ofan í viðstadda.

Hægt er að skoða myndir frá flugkomunni í myndasafni Flugmódelfélags Suðurnesja.

ModelExpress verður með búðarkvöld fimmtudagskvöldið 6.september nk. að Hraunhellu og hefst það kl.19:30. Vinsamlegast kynnið ykkur staðsetninguna á kortinu.


Arnarvöllur - 4.september 2007
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 04.09.2007 - Ljósanæturfréttavefsársvígslu flugkoma að baki -

Póstur eftir kip »

[quote=Sverrir]og er óhætt að segja að hann hafi nýtt sér allan flugvöllinn.[/quote]
Nýju risamödderarnir á G. Bigstick reyndust vel er ég yfirskaut með dauðan mótor sökum eldsneytisleysis. það var svo gaman að fljúga þennan blíðviðrisdag að maður tímdi ekki að lenda og tanka. :cool:
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 04.09.2007 - Ljósanæturfréttavefsársvígslu flugkoma að baki -

Póstur eftir Sverrir »

Um að gera að nota græjurnar :)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: 04.09.2007 - Ljósanæturfréttavefsársvígslu flugkoma að baki -

Póstur eftir Haraldur »

Einhver betri leiðarlýsing á hvar Hraunhella er?
Símaskráin gefur enga hugmynd.
Hvaða kort ertu að vísa í Sverrir?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 04.09.2007 - Ljósanæturfréttavefsársvígslu flugkoma að baki -

Póstur eftir Sverrir »

Það er svona voða sniðugur tengill í fréttinni sem skilaði sér ekki hingað af einhverjum orsökum. :/
Hvað um það, á bak við hann er þessi mynd.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara